Við berum okkur oft saman við stjörnurnar og eigum til að gleyma því að á baki glæsilegt útlit stjarnanna eru förðunar- og hárgreiðsluteymi sérfræðinga, einkaþjálfarar og kokkar og rándýr tískuföt sérsniðin að þeim.
Nú hefur nýtt smáforrit (e. app) komið á markað sem heitir MakeApp. Það leyfir notendum að sjá hvernig stjörnur, og annað fólk, lítur út án farða. Smáforritið býður upp á svokallaðan „filter“ sem er settur yfir mynd af manneskju, sem „fjarlægir“ farðann.
Til að sýna dramatísk áhrif smáforritsins setti The Sun nokkrar stjörnur í gegnum það. Stjörnurnar eru jafn, ef ekki enn glæsilegri, án farða.
Sjáðu myndirnar hér að neðan.