,,Við fórum um daginn og fengum einn fisk. Veðrið var fínt í byrjun en síðan kom stórhríð og við sáum ekki út úr augum. Þetta var samt hressandi mj og styttir biðina eftir næsta sumi. Við ætlum aftur en það eru helvítis umhleypingar alltaf,“ sagði veiðimaður sem fór uppí Borgarfjörð og dorgaði. Reyndar má veiða í nokkrum vötnum víða um land allt árið.
En veðurfarið hefur verið leiðinlegt. Töluverðar umhleypingar en þá er um að gera að klæða sig vel og skoða stöðuna á ísnum áður en haldið er til veiða út á ísinn. Það skiptir miklu máli, eiginlega öllu fyrir veiðimenn.
Mynd. Það er betra að tékka á ísnum áður en veiðiskapurinn hefst. Mynd G.B