fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Eyjan

Hagfræðingur um veiðigjaldastefnu VG – „Hér eru merk tíð­indi á ferð­inni“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolli Héðinsson hagfræðingur skrifar háðslega grein í Kjarnann um skilning Vinstri grænna á veiðigjöldum og grundvallaratriðum hagfræðinnar í dag. Hún byggist að vísu aðeins á samtali hans við ónefndan frammámann í VG, sem hann tekur fram að sé ekki talsmaður flokksins.

En ef heimfæra má skilning þessa frammámanns í VG á veiðigjaldinu og kaupmætti á þingflokkinn, er kannski ástæða til að hafa áhyggjur, ef marka má skrif Bolla:

„Ég spurði hann hvort Vinstri græn ætl­uðu ekki að fara að færa eitt­hvað af arð­inum af fisk­veiði­auð­lind­inni frá Sam­herja til þjóð­ar­inn­ar, sem hins rétt­mæta eig­anda auð­lind­ar­inn­ar? Svarið sem ég fékk var: „Veiði­gjaldið er nær því sem það ætti að vera en áður.“ Þá spurði ég hvernig hann vissi hvert veiði­gjaldið ætti að vera en fékk ekki svar við því.

Hér eru merk tíð­indi á ferð­inni. Eru til upp­lýs­ingar hjá Vinstri grænum þar sem kemur fram hver fjár­hæð „rétts“ veiði­gjalds á útgerð­ina á að vera og gildir þetta e.t.v. um fleira? Ef maður hyggst leigja út íbúð­ina sína er þá hægt að hringja á flokks­skrif­stof­una og fá upp­lýs­ingar um hvað sé hið „rétta“ verð sem ætti að leigja íbúð­ina á?“

spyr Bolli.

Engar raunhækkanir hjá ríkinu ?

Hann ræddi einnig um gjaldhækkanir ríkis og sveitarfélaga um áramótin við þennan frammámann í VG, sem munu augljóslega rýra þann kaupmátt sem lífskjarasamningarnir höfðu í för með sér, hefði einhver haldið:

„Þessar gjalda­hækk­anir eru til að tryggja að opin­ber þjón­usta haldi í við verð­lag og því í sam­ræmi við það sem byggt er á lífs­kjara­samn­ingn­um. Hér er ekki um raun­hækk­anir að ræða,“

sagði frammámaðurinn í VG að sögn Bolla, sem telur þetta svar kúnstugt:

„…því öllum launa­mönnum er ljóst að það er til lít­ils að fá launa­hækkun ef flest það sem á að kaupa fyrir launa­hækk­un­ina hækkar í verði. Þá er launa­hækk­unin til lít­ils og kjara­bótin eng­in. Kaup­mátt­ur­inn batnar ekki nema launin hækki en kostn­að­ur­inn við að lifa hald­ist óbreytt­ur.

Sam­kvæmt skiln­ingi þessa frá­má­manns Vinstri grænna þá gildir þetta ekki um verð­hækk­anir hins opin­bera. Ein­hvern veg­inn sér hann fyrir sér að hærri kostn­aður við að fram­fleyta sér og sínum rýri samt ekki kjör launa­fólks af því að þetta eru kostn­að­ar­hækk­anir hins opin­bera. Þetta er alveg ný túlkun á kaup­mætti og hvernig kaup­máttur helst þrátt fyrir að dýr­ara sé að fram­fleyta sér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“