fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

John Snorri opinberar hvaða fjall heillar hann mest

Mesta afrek íslensks fjallgöngumanns hingað til

Sigurvin Ólafsson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Snorri Sigurjónsson hefur lengi gengið á fjöll án þess að vekja sérstaka athygli fyrir vikið. Hann vakti mikla athygli nýverið þegar hann gekk á topp K2, fyrstur Íslendinga.

Afrek hans er frá mörgum hliðum séð magnað. Fyrir það fyrsta er um að ræða næsthæsta fjall jarðar, 8.611 metra hátt. Þá er fjallið einnig þekkt fyrir að vera eitt hættulegasta fjall jarðarinnar, 29 prósent þeirra sem reyna að ná tindinum láta lífið á leiðinni. Talið er að einungis um 240 manns hafi komist á topp fjallsins og það voru liðin þrjú ár síðan nokkrum manni tókst það síðast. Til viðbótar hafði John Snorri skömmu áður „hitað upp“ með því að klífa annað fjall yfir 8.000 metra hátt og fór svo upp þriðja 8.000 metra fjallið eftir að hafa lokið við K2. Þar að auki var hann svo snöggur að þessu að göngur hans voru skráðar í metabækurnar.

Í helgarblaði DV ræddi John Snorri um það hver framtíðaráform hans eru í háfjallamennsku, en þó að draumur að margra sé að komast á topp Everest-fjalls er það ekki endilega efst á forgangslistanum hjá John. Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta.


Þrátt fyrir að hafa að eigin sögn toppað sjálfan sig með því að sigrast á K2 þá er John Snorri hvergi nærri hættur að klífa fjöll. Í ljósi þess að K2 er næsthæsta fjall jarðar mætti ætla að næsta skref Johns Snorra væri að klífa það hæsta, en svo er þó ekki. „Mér finnst ég ekki þurfa að fara upp á Everest, mér finnst önnur fjöll áhugaverðari. Næsta stóra fjall sem heillar mig mest er Kanchenjunga, sem er þriðja hæsta fjall heims. Það gæti vel verið að önnur fjöll detti inn á milli, en mig langar að fara á það fjall.“

Það verður þó einhver bið þangað til John Snorri reimar aftur á sig klifurskóna. „Það er barn á leiðinni í nóvember og ég er búinn að lofa fjölskyldunni að vera heima á næsta ári. Ég fer ekki á nein há fjöll árið 2018, fer bara í hefðbundnar gönguferðir með fjölskyldunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu