fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Brynjar lét „sýndarmennskuna“ pirra sig og gafst upp á Kryddsíldinni – „Obbobbobb…ósköp ertu eitthvað gramur“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. janúar 2020 15:42

Ljósmynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, byrjar árið á svipuðum nótum og hann endaði það gamla, með gagnrýni á þá flokka sem ekki eru honum að skapi. Hann segist hafa gefist upp á að horfa á Kryddsíldina á Stöð 2 á gamlársdag, vegna þess að orðræða fulltrúa stjórnarandstöðunnar hafi verið sýndarmennska. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook í dag:

„Gafst upp á Kryddsíldinni þegar fulltrúar sýndarmennskunnar reyndu að telja landsmönnum enn einu sinni trú um að flokkar þeirra væru lýðræðisleg og frjálslynd umbótaöfl. Öfugmælavísur eru oft fyndnar og skemmtilegar en þessar eru það ekki,”

segir Brynjar, sem margoft hefur gagnrýnt Pírata og Samfylkinguna sérstaklega. Hann beinir orðum sínum til flokka í öðrum ríkjum einnig, án þess að nefna nákvæmlega um hvaða flokka hann er að tala, en það dylst kannski fáum:

„Í fyrsta lagi geta þessir flokkar, hvorki hér á landi né öðrum vestrænum ríkjum, sætt sig við lýðræðislega niðurstöðu þegar þeir tapa. Þá er gjarnan boðað til mótmæla og reynt að skapa upplausn. Kjósendur sagðir heimskir og heilabilaðir og andstæðingurinn útlendingahatari, rasisti, spilltur lygari og öfgafullur ofan á allt.

Í öðru lagi er fólk, sem heldur að það sé merki um lýðræði og frjálslyndi að fara í ESB sem er stjórnað af umboðslausum kerfiskörlum, á miklum villigötum. Það er ekki tilviljun að hlutfall Evrópu í hagvexti heimsins hefur minnkað verulega.”

Engar umbætur

Brynjar segir umrædda flokka ekki fylgja eigin boðskap þegar á hólminn sé komið:

„Í þriðja lagi hafa þessir flokkar hvergi komið á nokkrum umbótum. Eru í raun stjórnlyndir og ólýðræðislegir kerfisflokkar, sem er meginástæðan fyrir því að fylgi þeirra dregst saman jafnt og þétt. Held að það sé kominn tími til þess að þessir svokölluðu lýðræðislegu og frjálslyndu umbótaflokkar hafi einhverja trúverðuga stefnu í málum sem brennur á fólki og hætti að uppnefna andstæðinginn sem heimskan, spilltan og öfgafullan. Þá gætu þeir kannski náð einhverjum árangri í lýðræðislegum kosningum.“

Þurfi útrás fyrir spennuna

„Ósköp ætlar nýja árið að leggjast þungt í menn“

segir Einar Kárason, rithöfundur, í athugasemdakerfinu við færslu Brynjars.

Í svipaðan streng tekur Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hefur tekið marga slagina við Brynjar í fjölmiðlum:

„Obbobbobb… ósköp ertu eitthvað gramur. Við þurfum augljóslega að fara að hittast fljótlega svo þú fáir nauðsynlega útrás fyrir spennuna :)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“