,,Hér eru myndirnar sem ég á af hnúðlaxinum, á einni þeirra eru reyndar venjulegir laxar og rjúpur líka, og þá reyki ég lax núna,“ sagði Andri Þór Arinbjörnsson þegar við heyrðum í honum. En aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í laxveiðiánum hérna í sumar og margir bölvað þeim á færið.
,,Ég var við veiðar í Langadalsá í sumar og fékk æðislega fallega bleikju, strax í næsta kasti tók annar fiskur og ég fékk vatn í munninn því að sjóbleikja er minn uppáhalds matfiskur. Vonbrigðin urðu svo þegar ég sá kryppuna á hnúðlaxinum koma uppúr vatninu en ég hafði heyrt að hann væri bragðvondur og jafnvel óætur. Ég er með reykkofa útí garði og prófaði að reykja hnúðlaxinn, komst að því að hann er alveg ljómandi góður,“ sagði Andri Þór ennfremur.