fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Friðrik Dór fékk ryk í augun á Dalvík – Myndband

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskidagstónleikarnir á Dalvík voru haldnir 12. ágúst síðastliðinn en talið er að yfir 30 þúsund manns hafi sótt tónleikana. Margar af skærustu stjörnum landsins stigu á stokk ásamt hljómsveit Rigg viðburða í glæsilegri umgjörð eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Friðrik Dór Jónsson flutti lagið Í síðasta skipti með miklum ágætum og tóku gestir tónleikanna virkan þátt í söng og leik. Friðrik Dór lét hafa það eftir sér baksviðs eftir flutninginn að hann hefði fengið eitthvað ryk í augun í miðju lagi.

„Ég er búinn að syngja þetta lag þúsund og tíu sinnum. Það gerðist eitthvað sérstakt þarna á Dalvík. Meiriháttar.“

segir Friðrik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Rigg viðburða. Rigg viðburðir sem hafa umsjón með Fiskidagstónleikunum eru nú að leggja lokahönd á undirbúning við stórtónleika Friðriks Dórs í Eldborg 9. september og í Íþróttahöllinni á Akureyri 30. september en um 120 manns koma að tónleikunum með einum eða öðrum hætti. Stórhljómsveit undir stjórn Ara Braga Kárasonar hefur æft stíft í sumar og er mikil eftirvænting í hópnum að sýna afraksturinn í fullri lengd á stóra sviðinu.

Sjáðu glæsilega frammistöðu Friðrik Dórs á Dalvík hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.