fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Þetta er meðalfjöldi bólfélaga sem karlar og konur eiga á lífsleiðinni

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örlítill munur virðist vera á milli kynjanna þegar kemur að fjölda bólfélaga á lífsleiðinni, samkvæmt könnun sem náði til tvö þúsund einstaklinga í Evrópu og Bandaríkjunum.

Í könnuninni, sem breska blaðið Independent vitnar til eiga karlar að meðaltali sex bólfélaga á lífsleiðinni en konur sjö.

Nokkur munur virðist einnig vera á milli landa. Þannig sögðust Ítalir að meðaltali hafa átt 5,4 bólfélaga en Íbúar Bretlands sjö. Önnur ríki sem könnunin náði til; Frakkland, Þýskaland og Spánn þar á meðal voru þar á milli.

Fleiri atriði voru skoðuð í könnuninni, til dæmis hver ákjósanlegur fjöldi bólfélaga er. Konur virðast fyrirgefa frekar í þeim efnum en karlar. Þannig sögðu karlar að það væri of mikið, að þeirra mati, ef kona hefði átt fjórtán eða fleiri bólfélaga. Konur aftur á móti sögðu að það væri of mikið ef karlar hefðu átt fimmtán bólfélaga eða fleiri.

Þá voru karlar nokkuð líklegri en konur til að ýkja fjölda bólfélaga. 17,5 prósent þeirra höfðu ýkt fjöldann á þá leið að bólfélagarnir væru fleiri en þeir voru í raun og veru. Hjá konum var þetta hlutfall 8,2 prósent. Þá sögðust 18,6 prósent kvenna hafa ýkt fjölda bólfélaga á þá leið að bólfélagarnir væru færri en þeir voru í raun. Hjá körlum var þetta hlutfall 13,2 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni