Stolið á Menningarnótt
Hjónin Viðar Eggertsson leikari og Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður og eigandi AALTO Bistro í Norræna húsinu gripu í tómt þegar þeir komu heim frá Amsterdam, en einhver óprúttinn aðili hafði gerst menningarlegur á sjálfri borgarhátíð Reykvíkinga og stolið listaverki af húsi þeirra á Laufásvegi.
Listaverkið sem um ræðir er vegggríma sem prýtt hefur stöpulinn við garðshlið Skurn herraseturs Viðars og Sveins að Laufásvegi 39 og var hún að sögn Viðars keypt í skranverslun fyrir 25 árum, fékk síðan sérstaka meðhöndlun og taldist síðan listaverk í augum eigenda sinna. Og ekki bara í þeirra augum heldur eigin fjölmargra vegfarenda um Laufásveginn, sem iðulega stoppuðu og mynduðu grímuna.
Vegggrímunnar er sárt saknað af eigendum sínum og þeir sem vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir að hringja í síma 898-8661.