Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Áhrif þeirra eru metin til samtals 9,5 milljarða króna lækkunar samkvæmt vef stjórnarráðsins.
Um er að ræða breytingar á tekjuskatti, tryggingagjaldi, hækkun á eldsneyti, áfengi og tóbaki og skerðingamörkum barnabóta. Þá taka gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum.
Breytingarnar má sjá hér að neðan:
Ábati breytinga á tekjuskatti eru sagðar eiga að skila sér til allra tekjutíunda, en þó sérstaklega til lág- og millitekjuhópa, með tilkomu þriggja þrepa kerfis:
Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 %-stig, úr 5,15% í 4,9%. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60% í 6,35%, sbr. meðfylgjandi töflu.
Krónutölugjöld lækka að raungildi un næstu áramót en þau munu hækka um 2,5% sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu. Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10%. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu.
Um áramótin hækka skerðingarmörk tekjustofns barnabóta. Hjá einstæðum foreldrum hækka þau úr 3,6 m.kr. á ársgrundvelli í 3,9 m.kr., eða úr 300 þúsund kr. á mánuði í 325 þúsund kr. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 338.542 kr. í mánaðarlaun.
Skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hjá sambúðaraðilum hækka úr 7,2 m.kr. á ársgrundvelli í 7,8 m.kr., eða úr 600 þúsund kr. á mánuði í 650 þúsund kr. Það þýðir að fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 677.084 kr. í samanlögð mánaðarlaun.
Í eftirfarandi töflu eru tekin dæmi af fjölskyldum með misháar tekjur og áhrifum barnabótabreytinga á ráðstöfunartekjur þeirra.
Á árinu 2020 taka gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og sem nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi:
Tengill á gögn málsins á vef Alþingis
Á árinu 2020 tekur gildi nýr, grænn skattur á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem m.a. eru notaðar í kælikerfum. Skatturinn er lagður á hvert kílógramm af innfluttum flúoruðum gróðurhúsa¬lofttegundum fyrir hvert tonn koldíoxíðjafngildis að 10.000 kr./kg verðþaki. Árið 2020 verður aðeins lagt á hálft gjald en fullt gjald ári síðar.