fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Völvuspá DV – Líf Þorsteins Más eins og hann þekkir það er búið – „Jóhannes spjarar sig“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. desember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjóri DV settust niður með spákonu á miðjum aldri og skyggndist inn í árið 2020.

„Það verða miklar sviptingar í þjóðfélaginu. Almenningur er loksins búinn að fá nóg og gripið verður til aðgerða sem geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þar ber Samherjamálið hæst en það er umfangsmikið þannig að margir dragast inn í þá fléttu. Fleiri mál koma í kjölfarið og má kannski segja að um hreinsanir verði að ræða, bæði í stjórnmálum og lykilstöðum í þjóðfélaginu. Menn reyna þó að klóra í bakkann í lengstu lög, en það mun ekki ganga eins vel og oft áður, ekki síst vegna umsvifa málanna, sem teygja anga sína í bankakerfi og stjórnsýslu víða um heim,“ segir völvan.

Þorsteinn Már Baldvinsson.

„Spillingin er víða – á stöðum sem aldrei hefur verið leitað á, né nokkrum dottið í hug að rannsaka. Til lengri tíma litið reynist Samherjamálið gott að því leyti að öllum steinum verður velt. Innan Samherja sé ég fangelsisdóma falla, líklegast þó ekki á næsta ári þar sem rannsókn málsins verður tímafrek.“

Um Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann, hefur völvan þetta að segja:

„Jóhannes er ótrúlega sterkur karakter. Samherjamenn hafa reynt að skíta hann út eins mikið og þeir geta. Það hefur sprungið í andlitið á þeim, eins og svo oft þegar fólk reynir að grafa undan öðrum til að upphefja sjálft sig. Þú kannast við það, er það ekki?“ segir völvan og glottir og vísar í rimmu ritstjórans við þekkta, íslenska rappara.

„Jóhannes spjarar sig. Hann bugast ekki. Ég sé hann flytja af landi brott um leið og hann getur og hann mun aldrei snúa aftur. Hann skapar sér gott líf annars staðar og fær þann frið sem hann þráir í sálina.“

Ritstj. „En Þorsteinn Már Baldvinsson, hvað verður um hann?

„Hans líf eins og hann þekkti það er búið. Veikindi sem hrjáðu hann á árum áður blossa upp aftur og heilsu hans hrakar. Hann mun ekki snúa aftur í Samherja. Farið verður ofan í saumana á öllum hans félögum og það mun taka langan tíma, mörg ár. Að lokum mun sannleikurinn koma í ljós og hann er ekki fallegur. Þetta er langur ferill og margir sem tvinnast þar inn.“

Almennt um sjávarútveg segir völvan þetta:

„Gerðar verða breytingar í sjávarútveginum sem breyta talsverðu fyrir hinn almenna sjómann, mér sýnist að litlu bátarnir fái að veiða meira og þar með skapast meiri vinna á litlum stöðum víða um land.“

Völvuspána í heild sinni má lesa í Völvublaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?