fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Eyjan

Sexmenningarnir í Samherjamálinu í varðhaldi fram í febrúar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. desember 2019 10:19

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sexmenningarnir í Samherjamálinu, sem hafa verið í varðhaldi í Namibíu, verða í varðhaldi fram í febrúar, eftir að dómari vísaði máli þeirra frá og hafnaði því að leysa þá úr haldi í morgun.

Frá þessu greinir Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, á Twitter. RÚV greinir einnig frá.

Sexmenningarnir höfðu farið fram á að dómari myndi meta lögmæti handtöku þeirra og komst hann að þeirri niðurstöðu að málið væri ekki það áríðandi að það fengi flýtimeðferð. Því er fyrirtaka í málinu áætluð þann 20. febrúar.

Meðal sexmenninganna eru fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra Namibíu, þeir Bernhard Esau og Sachy Shanghala. Hinir fjórir eru James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, Tamson ‘Fitty’ Hatuikulipi, tengdasonur Esau sem og frændi James Hatuikulipi, Ricardo Gustavo, samstarfsmaður hans og Pius ‘Taxa’ Mwatelulo, sem tengist James Hatuikulipi fjölskylduböndum einnig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water