fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Styrmi líst ekki á blikuna– „Getur farið að harðna á dalnum í verzlun hér”

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. desember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir miklar breytingar í vændum með sívaxandi netviðskiptum en vefverslun hefur aukist stórkostlega á liðnum árum.

„Fréttir um aukin netviðskipti hér á Íslandi geta haft í för með sér enn meiri breytingar á verzlun og viðskiptum en kannski blasir við. Þær þýða ekki bara, að viðskiptin færist frá íslenzkum verzlunum til netdeilda þeirra, þótt það út af fyrir sig geti dregið úr þeirri „gamaldags“ verzlun að fara út í búð,”

segir Styrmir og nefnir að verðsamkeppni hafi alltaf verið lítið á Íslandi og stundum lítil sem engin:

„Það leiðir bæði af fámenni og þar af leiðandi litlum markaði og af hinu að við búum á eyju norður í höfum og það kostar mikið að fara til annarra landa. Netviðskiptin þýða, að nú getur fólk hér stundað smásöluviðskipti nánast hvar sem er í heiminum. Og í þeim efnum kemur samkeppnin ekki sízt frá Asíu. Það er jafn auðvelt að eiga viðskipti við netverzlanir í Asíu eins og hér heima, þótt afgreiðslutíminn sé kannski nokkrum dögum lengri.”

Harðnar á dalnum

Styrmir segir þessa þróun geta orðið varhugaverða:

„Þegar fólk byrjar að átta sig á verðmuninum hér heima og þar, hvort sem um er að ræða gleraugu, skó eða fatnað eða nánast hvað sem er, getur farið að harðna á dalnum í verzlun hér. Með einum eða öðrum hætti mun þetta svo leiða af sér að eftirspurn eftir verzlunarrými mun dragast saman.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla