fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Magnús varð fyrir áfalli korteri fyrir jól: „Börnin gráta og vilja pabba heim um jólin“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Guðmundsson, eða Maggi Peran eins og hann kallar sig, er mörgum Íslendingum velkunnur en hann nýtur talsverða vinsælda á samfélagsmiðlum. Hann hefur þó ekki átt sjö dagana sæla undanfarið því hann lenti alvarlegu slysi á dögunum.

Í viðtali við DV í fyrra þá ræddi hann um stríð sitt við offitu. Að lokum lagðist hann undir hnífinn í aðgerð sem kallast magaermi. Aðgerðin er nokkuð umdeild enda hafa sex einstaklingar látið lífið eftir slíka aðgerð. Allt gekk þó að óskum hjá Magga og aðgerðin átti eftir að breyta lífi hans. Þar síðasta sumar hafði hann lagt af 60 kíló.

Sjá einnig: Maggi Peran fór í umdeilda aðgerð og missti 60 kíló

Maggi segir frá þessu á Facebook en hann hefur gefið DV góðfúslegt leyfi til að greina frá slysinu. „Korter í jól….. rann ég í hálku og rotaðist. Fluttur með sjúkrabíl með bláum ljósum á blikki yfir heiðina. Brot í höfuðkúpu, blæddi inn á heila, illa farinn á mjöðm og kjálka. Verð hér fram á aðfangadag. Kemst vonandi heim í tæka tíð til að elda rjúpurnar,“ segir Maggi.

Hann segir þó að eiginkona hans hlúi vel að honum. „Jenny Hildur stjanar við mig og börnin gràta. Vilja pabba heim um jólin. Takk fyrir alla fallegu póstana,“ skrifar Maggi og er óhætt að segja að batakveðjum rigni yfir hann í athugasemdum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar