Sá siður að fyrirtæki gefi starfsmönnum sínum jólagjafir hefur fest sig í sessi á Íslandi í seinni tíð. Þó lögum samkvæmt sé ekkert fyrirtæki skyldugt að gefa slíkar gjafir þá er það oft tækifæri fyrir yfirmenn og eigendur að sýna starfsfólki sínu virðingu og þakklæti. Gjafirnar eru misveglegar en eins og allir vita þá er það hugurinn sem gildir.
Sjá einnig: Sjáðu hvað íslensk fyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf – Hver gaf veglegustu gjöfina?
Líkt og flestir vita þá ganga jólin í garð og því ættu flestir að vera búnir að fá sína gjöf frá vinnuveitanda. Því hvetur DV lesendur til að senda okkur tölvupóst á frett@dv.is og láta okkur vita hvað vinnustaðurinn gaf í jólagjöf. DV mun svo taka það saman og birta innan skamms.