fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Halldóra Pírati lenti í hrakningum fyrir jólin – „Æðislegt að finna fyrir slíkum náungakærleik“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. desember 2019 08:38

Halldóra Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var upp á náð og miskunn ættingja sinna komin fyrir jólin eftir að mygla uppgötvaðist í leiguíbúð hennar, en hún hefur verið á leigumarkaði í nokkur ár. Hefur myglan orsakað veikindi hjá dóttur hennar og ákvað Halldóra því að flytja út. Fréttablaðið greinir frá.

„Íbúðin hafði nýlega verið máluð og því leiddi maður ekki hugann að því að mygla gæti orsakað veikindin. Það reyndist þó raunin eftir að sérfræðingar frá Eflu komu og tóku íbúðina út. Það er ekki léttvæg ákvörðun að gera slíkt rétt fyrir jól en heilsa fjölskyldumeðlima skiptir auðvitað öllu máli,“

segir Halldóra við Fréttablaðið.

Þarf að huga að réttindum leigutaka

Halldóra vill að réttindi leigutaka verði skoðuð betur í þessu ljósi þar sem leigusalinn sé í yfirburðastöðu í slíkum tilvikum:

„Við erum með gildan leigusamning og því erum við upp á náð og miskunn leigusala hvort við fáum að losna fyrr undan honum. Það er ekki nema í mjög ýktum dæmum, sem leigjendur öðlast einhver réttindi í slíkum aðstæðum og ég tel að löggjafinn þurfi að skoða þessa viðkvæmu stöðu betur. Bara þessi vandræði mín hafa gert það að verkum að maður hefur heyrt margar enn verri sögur. Það þarf að skoða réttarstöðu leigjenda í slíkum dæmum en einnig fyrirbyggjandi aðgerðir vegna myglu. Það er greinilegt að við erum að gera eitthvað vitlaust í uppbyggingu íbúða þegar slík vandamál eru að koma upp.“

Varð fyrir náungakærleik

Halldóra á sem betur fer góða að og hefur verið hjá vinum og ættingjum undanfarnar vikur. Hún hefur þó fengið bót meina sinna í bili:

„Við fundum íbúð hjá yndislegu fólki sem þau ætluðu að leigja okkur frá og með 1. janúar. Þegar þau heyrðu af vandræðum okkar þá leyfðu þau okkur að flytja inn fyrir jól, jafnvel þó að þau væru ekki flutt alveg út. Það er æðislegt að finna fyrir slíkum náungakærleik,“

segir Halldóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“