fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Persónuleikapróf: Hversu mörg nöfn ertu með rétt?

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 26. ágúst 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef mjög gaman af að taka alls konar próf á netinu, allt frá þessum fáránlega einföldu skrýtnu, eins og til dæmis „hversu gömul ertu í alvöru?“ (ég er með fæðingarvottorð og Íslendingabók sem staðfestir það, samt tek ég prófið), yfir í alvöru próf sem krefjast tíma og athygli, eins og til dæmis greindarvísitölupróf eða Myers-Briggs persónuleikaprófið.

En fyrir nokkru rakst ég á mjög áhugavert próf sem ég gaf mér bessaleyfi til að þýða og ég vona að þér finnist það jafn gagnlegt og áhugavert og mér.

1) Nefndu 5 ríkustu menn í heimi.
2) Nefndu síðustu 5 sigurvegara Ungfrú Heimur.
3) Nefndu 10 einstaklinga sem hafa unnið Nóbels- eða Pulitzerverðlaun.
4) Nefndu síðustu 6 Óskarsverðlaunahafa fyrir aðalhlutverk karla og kvenna.
5) Nefndu 10 einstaklinga sem hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum síðasta áratug.

Hversu mörg svör eru rétt hjá þér? Hversu hátt skoraðir þú á prófinu?

Niðurstaðan er sú að mörg okkar muna ekki eftir sigurvegurum gærdagsins. Einstaklingarnir sem eiga sætin hér að ofan eru samt engir aukvisar. Þau eru þau bestu hvert á sínu sviði. En fagnaðarlátum linnir. Árangur, verðlaun og viðurkenningar gleymast oft um leið og handhafi þeirra.

Tökum annað próf og sjáum hversu vel þér gengur í því:

1) Nefndu nokkra kennara sem höfðu áhrif á þig á þinni skólagöngu.
2) Nefndu 3 vini sem hafa hjálpað þér á erfiðum tímum.
3) Nefndu 3 einstaklinga sem hafa kennt þér eitthvað gagnlegt.
4) Nefndu nokkra einstaklinga sem hafa fengið þig til að líða vel og finnast þú einhvers virði.
5) Hugsaðu um 3 einstaklinga sem þér finnst gaman að verja tíma með.
6) Nefndu nokkra einstaklinga sem eiga sögu að baki sem hefur hvatt þig til dáða.

Var seinna prófið auðveldara?

Lærdómurinn: Fólkið sem hefur áhrif í lífi þínu er ekki fólkið með stærstu viðurkenningarnar, með mestu fjármunina eða flest verðlaunin. Heldur einfaldlega fólkið sem er annt um þig.

Kær kveðja,
Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“