fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. desember 2019 07:02

Bjórdós. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú opnar bjórdósina og það gýs upp úr henni, bjór sullast út um allt. Þessu taka vinir þínir auðvitað eftir og benda þér á að það sé hægt að koma í veg fyrir að þessi dýrmæti vökvi sullist út um allt með því að slá létt á lok dósarinnar áður en hún er opnuð. En er þetta rétt?

Þetta er auðvitað ein af stærstu spurningunum sem mannkynið stendur frammi fyrir (eða kannski öllu heldur ein af þeim allra ónauðsynlegustu) og ákváðu nokkrir danskir vísindamenn því að rannsaka þetta nýlega eftir því sem New Scientist segir.

Fræðilega séð getur það haft áhrif á dósina ef hún hefur verið hrist því þá myndast loftbólur neðan á yfirborði bjórsins. Þegar dósin er síðan opnuð og þrýstingurinn á innihaldið hverfur stíga loftbólurnar upp og dýrmætur bjórinn sprautast úr dósinni. Þetta er hægt að forðast með því að slá lok dósarinnar áður en hún er opnuð segir útbreidd kenning þar um en samkvæmt henni eyðast loftbólurnar ef þetta er gert.

Vísindamenn hjá Syddansk háskólanum í Danmörku vildu komast að hinu sanna í þessu máli og fengu því Carlsberg til að gefa 1.000 bjórdósir til vísindalegra nota. Helmingur dósanna var hristur í tvær mínútur í vél sem líkti eftir hristingi reiðhjóls. Því næst var slegið þrisvar sinnum á lok allra dósanna 1.000. Þeir sem opnuðu dósirnar höfðu ekki hugmynd um hvort þær hefðu verið hristar eða ekki.

Allar dósirnar voru vigtaðar fyrir og eftir opnun til að hægt væri að mæla hversu mikill bjór hefði sullast við opnun þeirra.

Að meðaltali töpuðust 3,45 grömm af bjór úr hristum dósum en úr þeim óhristu töpuðust að meðaltali 0,51 gramm. En það var ekki marktækur munur á hinu tapaða magni úr dósum sem hafði verið slegið á lokið á og þeim sem ekki hafði verið slegið á lokið á.

Það skilar því engu að slá á lok dósarinnar. Það er því einfaldlega betra að bíða bara með að opna dósina ef hún hefur orðið fyrir hristingi nýlega.

Bjórelskendum til fróðleiks er rétt að taka fram að bjórarnir 1.000 fóru ekki til spillis því nemendur og starfsfólk Syddansk háskólans sáu um að drekka þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna