Lexie er 21 árs og hefur ferðast til allra landa í heiminum, samtals 196 landa. Hún heldur úti vinsælli YouTube rás @LexieLimitless. Í nýjasta myndbandi sínu fer hún yfir hvaða fimm lönd hafa komið henni mest á óvart. Ísland er þar á lista ásamt Pakistan, Venesúela, Túrkmenistan og Egyptalandi.
Lexie segir Ísland vera mesti „ferðamannastaðurinn“ af þessum fimm, en af mjög góðri ástæðu. Hún lýsir upplifun sinni af ferðalagi sínu um Ísland sem valdeflandi og segir Ísland vera það næsta sem hún hefur komist því að vera á annarri plánetu.
Það eina sem þú þarft til að ferðast um Ísland samkvæmt Lexia er „bílpróf og þrá eftir sjálfstæði.“
Horfðu á myndbandið, umfjöllun hennar um Ísland byrjar á mínútu 5:16.