fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Jóhanna og Ingibjörg eru í fullu starfi hjá borginni: Skikkaðar til að henda matnum svo þær borði hann ekki sjálfar- Launin duga varla fyrir húsaskjóli

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 19. desember 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vissir þú að í eldhúsum borgarinnar er starfsfólk á lágmarkslaunum skikkað til að henda afgangs mat í ruslið?“

Svona hefst færsla sem Efling deilir á Facebook-síðu sinni ásamt myndbandi um þær Jóhönnu Þrúði Jóhannesardóttur og Ingibjörgu Hrönn Sveinsdóttur en þær vinna báðar í félagsmiðstöðinni í Hvassaleiti. „Þær sjá um að eldra fólk borgarinnar fái að borða á aðventunni sem og alla aðra daga ársins,“ segir í færslunni. „Þær hafa áratuga starfsreynslu á sínu sviði og fá fyrir sitt mikilvæga framlag bæði svívirðilega lág laun og óviðunandi virðingarleysi frá atvinnurekenda sínum Reykjavíkurborg.“

Í myndbandinu segja þær Jóhanna og Ingibjörg frá því hvernig vinnan þeirra er. „Á fimmtudögum þá er félagsvist hérna, þá eru alltaf tertur. Hina dagana eru kannski ekki rjómatertur en alltaf heimabakað og alltaf smurt á hverjum degi,“ segja þær en þær hafa báðar unnið í mörg ár á staðnum. Þær segja að vinnan geti verið erfið þar sem það er oft mikið álag. „Það má ekki ráða í afleysingjar þannig að ef önnur okkar er í sumarfríi eða veik þá þarf hin að vinna fyrir tvo.“

„Þegar maður leggur meira á sig þá finnst mér að við ætttum að fá aðeins meira,“ segja þær en þær fá um 355 þúsund krónur á mánuði fyrir 100% vinnu. Þær fá þá útborgaðar um 260 þúsund krónur. Önnur þeirra segist þá vera á leigumarkaði sem tekur upp nánast allan launaseðilinn.

Þær fá ekki mat í vinnunni en þær geta keypt mat á staðnum eins og aðrir. Þær koma þess vegna oftast með nesti. Á hverjum degi þurfa þau að henda afgöngunum af því sem þau elda. „Við megum ekki borða afgangana, við verðum að henda þeim því að þeir treysta okkur ekki fyrir því að skammta fólkinu minna svo við fáum afganga,“ segja þær.

„Þær eiga skilið mannsæmandi laun og virðingu! Er það ekki sanngjörn krafa?“ segir í Facebook-færslu Eflingar en formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, birti í gær harðorðan pistil sama efnis þar sem hún valtaði yfir Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Þar fullyrti hún meðal annars að Reykjavíkurborg væri and-femínísk vegna þess hvernig farið er með konurnar sem vinna fyrir borgina.

Sjá meira: Sólveig Anna valtar yfir Dag B. Eggertsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu