fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Vill að ríkisstjórnin tryggi afhendingaröryggi raforku um land allt

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. desember 2019 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byggðamálaráð fer fram á að ríkisstjórn Íslands tryggi afhendingaröryggi raforku um land allt, samkvæmt ályktun þess í gær í tilefni af atburðum síðustu daga þar sem stórir hlutar landsins voru án rafmagns og fjarskipta.

Í ályktuninni segir:

„Byggðamálaráð fagnar yfirlýsingu byggðamálaráðherra um mikilvægi þess að byggja upp og treysta raforkukerfið á Íslandi til að tryggja öryggi allra landsmanna. Að öðru leyti tekur byggðamálaráð undir ályktun stjórnar Byggðastofnunar frá því 17. desember 2019 þar sem segir:

„Í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018–2024 er lýst þeirri framtíðarsýn að Ísland verði í fararbroddi með nútímainnviði, framsækna þjónustu, verðmætasköpun, jöfn lífsgæði og öflug sveitarfélög sem geti annast staðbundin verkefni og veitt íbúum hagkvæma og góða þjónustu með markmið sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.

Öryggi í raforkuflutningum og fjarskiptum er ein grunnforsenda til að þessu markmiði verði náð og flutnings- og dreifikerfi raforku þarf að mæta þörfum atvinnulífs og almennings alls staðar á landinu hvað varðar flutningsgetu og öryggi við afhendingu. Samhliða þarf fjarskipta- og samskiptamiðlun að vera tryggð um land allt. Atburðir síðustu daga, þegar stórir hlutar landsins voru án rafmagns og fjarskipta, sýna að miklir veikleikar eru í þessum öryggisinnviðum og að stór hluti íbúa landsbyggðanna býr við mikið óöryggi að þessu leyti. Það er með öllu óásættanlegt og ógnar búsetuskilyrðum víða um land.“

Byggðamálaráð hvetur ríkisstjórn Íslands til að beita sér með afgerandi hætti fyrir því að tryggja afhendingaröryggi raforku um land allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu