fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Fjöldi Íslendinga sem segist hafa séð geimverur: „Á örfáum sekúndum fór það frá Esju og yfir Grafarholtið“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 19. desember 2019 10:35

Það þarf vart að taka fram að myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hafa menn velt því fyrir sér hvort við séum ein í þessum gríðarstóra alheimi. Þó eru til einhverjir sem velta því ekki bara fyrir sér heldur vita það fyrir víst að það er til annað líf en það sem við þekkjum hér á jörðu. Það eru þeir sem segjast hafa séð fljúgandi furðuhluti, eða FFH.

Nýlega hófust fjörugar umræður um fljúgandi furðuhluti í Facebook-hópnum „Íslenskar samsæriskenningar“ en þar stíga nokkrir Íslendingar fram sem segjast hafa séð fljúgandi furðuhluti.

Hjalti nokkur segist gruna það að hann hafi séð fljúgandi furðuhlut í Grafarvoginum árið 2009. „Sá reyndar bara ljós, frekar stórt en ekki mótun fyrir hvað gaf ljósið, hoveraði [sveif] yfir Esjunni, og á örfáum sekúndum fór það frá Esju og yfir Grafarholtið beint yfir blokkina mína þar sem ég stóð úti á svölum í töluverðri lofthæð,“ segir Hjalti.

Þá segist Örvar nokkur hafa séð fljúgandi furðuhluti í nokkur skipti árið 2015 þegar hann var að ferðast um Nevada-eyðimörkina en þar er einmitt að finna bandarísku herstöðina Area 51. Telja margir að bandaríska ríkisstjórnin geymi þar ýmsa yfirnáttúrulega hluti, eins og geimverur, fjarri augum heimsins.

Snædís nokkur varð vitni að einhverju óvenjulegu fyrir mörgum árum og hefur aldrei náð að útskýra hvað gerðist. Ég veit ekki hvað þetta var en í kringum 2002-2003 var ég í bíl í Þistilfirði um miðnætti og það var algjört myrkur, en kom svo mikil birta að það varð alveg dagbjart í nokkrar sekúndur. Hef aldrei fundið svar við þessu.“

Alfreð nokkur er nokkuð vissari en Snædís en hann segist hafa séð fljúgandi furðuhluti þrisvar sinnum, árið 1993, 2005 og 2015. Davíð nokkur er einnig viss um að hafa séð fljúgandi furðuhlut en það á að hafa gerst fyrr á þessu ári. „Hélt fyrst að þetta væri gervihnöttur en svo jókst hraðinn og ljósið breytti 2x um stefnu þar til það hvarf svo.“ Þá kemur Ágúst nokkur með ansi magnað svar, hann hefur ekki bara séð geimverur heldur segir hann einfaldlega: „Það búa nokkrar geimverur í húsinu mínu.“

Hvað segir þú lesandi góður? Hefur þú séð fljúgandi furðuhlut eða geimverur?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024