fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
FréttirLeiðari

Jólin koma, sama hvað

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 22. desember 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt ég muni ansi lítið úr barnæskunni fyrr en ég er um það bil fimm til sex ára, þá man ég alltaf svo sterkt eftir jólunum, eins og velflestir aðrir. Við munum eftir jólunum, hvort sem stundirnar eru góðar eða slæmar. Gleði eða sorg. Ég get prísað mig sæla fyrir að mínar jólaminningar eru nánast allar góðar.

Í blaðinu rifja bæði ungir og aldnir upp jólin. Þekktir Íslendingar segja frá eftirminnilegustu jólagjöfinni og vistmenn Hrafnistu rifja upp jólin í denn. Í þessum frásögnum velflestum kemur bersýnilega í ljós að það eru litlu hlutirnir sem skipta máli. Heimagerðu gjafirnar og sjaldséðu eplin. Notalegu stundirnar með þeim sem maður elskar. Eins klisjulega og það hljómar. En klisjur eru oftast sannar.

Ég er svo heppin að ég á fjölda fólks til að halda upp á jólin með. Foreldra sem eru enn á lífi, góðar systur og systrabörn, yndislegan maka og æðisleg börn. Einnig eru tveir hundar, nokkrir sniglar og gullfiskar. Heimili þar sem allt er á rúi og stúi. Snoturt, lítið jólatré og ævafornt jólaskraut í bland við það nýja.

Á jólunum er tími til að njóta. Manni finnst þau koma alltof fljótt. Manni finnst eins og maður geti aldrei sýnt fólkinu sem maður elskar hvað maður metur það mikils. Keyrir um bæinn í leit að hinni fullkomnu gjöf. Syngur með poppuðum jólalögum með tárin í augunum. Lúnir handleggirnir ráða vart við að lyfta tuskunni en það þarf samt að vera hreint fyrir jól! Allir þurfa að vera hreinir og fínir. Maturinn þarf að vera tilbúinn klukkan 18 og hann þarf að vera besti matur ársins. Allir þurfa að vera í góðu skapi. Engin tár hér, takk. Þvílík pressa sem við setjum á okkur sjálf.

Við gleymum því að jólin koma, sama hvað. Þau koma á slaginu sex, sama hvað tautar og raular. Þau sem eru heppin eins og ég ættu bara að vera þakklát, þó að sykurbrúnuðu kartöflurnar misheppnist og yngsta barnið taki ekki annað í mál en að vera í hreindýranáttfötunum með hor út á kinn. Við ættum að vera þakklát fyrir það sem við eigum; matinn sem er á borðinu og stundarinnar sem við eigum í faðmi þeirra sem við elskum mest. Því það er nú einu sinni svo að það eru ekki allir jafn heppnir.

Gleðileg jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens