Stefán hreindýrabóndi er nýútkomin ævisaga Stefáns Hrafns Magnússonar, hreindýrabónda á Grænlandi sem hefur lifað ævintýralegu lífi. Hann hafði sem unglingur mikinn áhuga á norðurslóðum.
Hann lærði búfræði, hann vann meðal annars sem hreindýrasmali hjá Sömum í Noregi, hann lærði hreindýrarækt í Svíþjóð, vann sem hreindýrasmali í Alaska og í um þrjá áratugi hefur hann verið hreindýrabóndi á bújörðinni Isortoq á Suður-Grænlandi þar sem umhverfið er undurfagurt og stórbrotið og þar sem áskoranir hafa verið margar. Í bókinni eru fjölmargar dagbókarfærslur hans síðustu áratugi.
Já, það er enginn vandi að sökkva sig óni bók Stefáns sem hefur frá mörgu að segja á sinni ævi. Bara fyrstu síðurnar voru strax orðnar spennandi.
Mynd. Stefán við Seljalandsfoss ásamt dóttir sinni.