fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Kynning

Einstök upplifun í bátsferðum um eyjarnar

Kynning

Viking Tours Vestmannaeyjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bátsferðir um Vestmannaeyjar eru draumkennd og einstök upplifun sem blaðamaður DV getur vitnað um eftir að hafa farið í eina slíka siglingu fyrir nokkrum árum. Fjölskyldufyrirtækið Viking Tours hefur boðið upp á þessar ógleymanlegu ferðir í 18 ár en um tvenns konar ferðir er að ræða, annars vegar 90 mínútna hringferð um eyjarnar og hins var þriggja og hálfs klukkustundar Surtseyjarferð.

„Vestmannaeyjar eru mjög sérstakur staður í samanburði við Ísland almennt og hér er landslag allt öðruvísi. Það hefur komið á daginn að fólk sem fer í þessar ferðir einu sinni, það kemur aftur,“ segir Sigurmundur G. Einarsson, eigandi Viking Tours.

Hringferðin umhverfis Heimaey er farin tvisvar á dag en Surtseyjarferðin einu sinni á dag. „Í hringferðinni erum við að fara inn í hella og að fuglabjörgunum. Ég spila alltaf á saxófón inni í hellunum, það er okkar sérstaða sem enginn annar er með. Hljómurinn inni í hellunum er á sömu tíðni og mannsrödd og er einstaklega fallegur,“ segir Sigurmundur.

Sigurmundur blæs í saxófóninn
Sigurmundur blæs í saxófóninn

Hringferðin umhverfis Heimaey hefst í höfninni sem hraunrennslið var nærri því búið að loka í eldgosinu á Heimaey 1973. Í bátsferðinni má sjá litríka hella sem öldurnar hafa myndað í gegnum tíðina, yngstu eyjuna Surtsey, ásamt hinum eyjum Vestmannaeyjaklasans og hin fjölmörgu fuglabjörg. Þar er hægt að sjá fjölbreyttar fuglategundir og ef heppnin er með – hvali. Síðasta viðkoma í ferðinni er í Klettshelli sem er þekktur fyrir frábæran hljómburð og þar blæs Sigurmundur gjarnan í saxófóninn. Ferðin endar svo aftur þar sem hún byrjaði.

Inni í helli
Inni í helli

Surtseyjarferð hefst og endar á Heimaey. Surtsey er yngsta eyja Vestmannaeyjaklasans, en hún reis úr sjó í eldgosi 1963 sem stóð í fjögur ár. Á leið til og frá Surtsey er siglt framhjá 12 eyjum klasans sem allar eru heimili fjölmargra fjölbreyttra fuglategunda. Ekki er óalgengt að hvalir sjáist í þessari ferð, m.a. háhyrningar sem oft halda til á þessum slóðum. Hápunktur ferðarinnar er að sjálfsögðu Surtsey, en ekki er leyfilegt að fara í land, þar sem einungis vísindamenn hafa heimild til þess.

Sem nærri má geta eru þessar einstöku bátsferðir afar vinsælar jafnt meðal Íslendinga sem erlendra ferðamanna:
„Meðal þeirra sem koma er fólk sem áður hefur farið í siglingu þegar það kom á Pæjumótið og Shellmótið með krakkana sína. Núna þegar börnin eru orðin eldri koma foreldrarnir með þau í eyjasiglingu svo þau geti upplifað þetta líka,“ segir Sigurmundur.

Miðar í ferðirnar eru seldir á vefsíðu Viking Tours, vikingtours.is. Einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu fyrirtækisins að Strandvegi 65, Vestmannaeyjum.

Nánari upplýsingar um ferðirnar er að finna á vikingtours.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni