fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Strætóbílstjórar æfir: „Það gjörsamlega sýður á strætóbílstjórum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strætóbílstjórar eru vægast sagt ósáttir við þá ákvörðun að láta Kynnisferðir sjá um leið 7. Samkvæmt heimildum DV var ákvörðunin ekki tekin í samráði við bílstjóra og ofbýður þeim það algjörlega.

„Það gjörsamlega sýður á strætóbílstjórum að láta Kynnisferðir hafa leið 7 sem Strætó BS keyrir án útboðs,“ segir heimildarmaður DV.

Leið 7 keyrir frá Spöng, í gegnum Staðarhverfi og að lokum í Leirvogsgötu-Helgifellsand. Mikil ósætti ríkir með þá ákvörðun að bjóða keyrsluna á leiðinni út, en strætóbílstjórar sjá ekki neinar gildar ástæður fyrir breytingunni og upplifa ekkert gegnsæi.

Svo virðist vera að lítil sem engin samskipti við bílstjóra hafi átt sér stað áður en ákvörðunin var kynnt í seinustu viku. Í sambandi við þetta samskiptaleysi eru þau Sigríður Harðardóttir, mannauðstjóri Strætó, og Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó, nefnd á nafn og gagnrýnd.

„Þessi ákvörðun var kynnt í síðustu viku  án þess að nokkuð samráð hafi verið haft við bílstjóra eða trúnaðarmenn bílstjóra og bílstjórar eru óánægðir með samskiptaleysi Sigríðar Harðardóttur mannauðsstjóra Strætó og Jóhannesar Rúnarssonar forstjóra Strætó sumir taka svo hart í árinni að þessi ákvörðun hafi verið tekin fyrir ári síðan.“

DV hafði samband við trúnaðarmann strætóbílstjóra sem staðfesti að ástandið væri slæmt og að óánægja væri mikil á meðal bílstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi