fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

Lækjartorg í kolareyk

Egill Helgason
Mánudaginn 16. desember 2019 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hérna eru þrjár ljósmyndir sem sýna hvernig Lækjartorg leit út á árunum eftir stríð. Í öllum má skynja sterkan tíðaranda. Þær eru teknar að vetrarlagi. Við sjáum á myndinni hér fyrir ofan að kolareykur liggur yfir bænum. Hún er tekin í undir lok stríðsins – svartan reykinn liggur upp úr Sænska frystihúsinu sem var eitt stærsta hús bæjarins.

Við sjáum hermenn á torginu, strætisvagna, hús sem flest eru horfin. Esjan er býsna kuldaleg í bakgrunni.

Það sama gildir um myndina hér að neðan, öll húsin eru horfin nema auðvitað Stjórnarráðið og söluturninn sem nú stendur á Lækjartorgi. Kolakraninn, stundum kallaður Hegrinn, gnæfir yfir þar sem Harpa er nú. Hann var rifinn 1968, enda engin þörf fyrir hann lengur. Við sjáum merki sem ber upp við kranann – þarna í hjarta borgarinnar var lengi bensínstöð þessa félags sem hér á Íslandi var partur af veldi Sambandsins. Góðir Sjáfstæðismenn versluðu ekki við Esso.

Hér á þriðju myndinni er svo horft suður yfir Lækjartorg. Þarna sést aðsetur bifreiðastöðvarinnar Hreyfils í litla húsinu lengst til vinstri. Við sjáum Nýja bíó fyrir miðri mynd, þarna var ekki ennþá búið að reisa viðbygginguna við bíóið sem sneri út að Lækjargötu. Byggingarnar hægra megin eru horfnar, sumar þeirra voru frekar lítilfjörlegar, þarna gnæfa nú stórhýsin við Hafnartorg. Arnarhóll var á þessum tíma vinsæll til skíðaiðkana, við sjáum þarna þrjá unga skíðamenn sem hafa rennt sér niður brekkuna og alla leið út á götu. Aftur finnst manni eins og sé dimmt yfir vegna kolareyks – loftið hefur kannski ekki verið sérlega heilnæmt á vetrardögum – en það er það reyndar ekki heldur nú vegna allrar bílaumferðarinnar.

Þarna sýnist manni að bílarnir séu meira og minna amerískir – enda myndin tekin um stríðslok.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn