fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Segir „óttann við útgerðarvaldið“ skýra lélegt eftirlit Fiskistofu – „Veldur ekki hlutverki sínu““

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. desember 2019 19:00

Kristinn H. Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði og fyrrverandi Alþingismaður, segir í grein á Vísi að ástæða þess að eftirlit Fiskistofu með útgerðarfyrirtækjum sé í molum, sé ótti stofnunarinnar við „útgerðarvaldið“ en ekkert hafi enn verið gert í þeim tillögum sem Ríkisendurskoðun lagði til úrbóta fyrir ári síðan í svartri skýrslu sinni:

„Það þarf ekki mikið pólitískt innsæi til þess að átta sig á því hvers vegna ekkert gerist. Það er óttinn við útgerðarvaldið. Atgangur Samherja gagnvart fyrrverandi Seðlabankastjóra eru skýrasta dæmið. Fleiri stórfyrirtæki í atvinnugreininni sýna af sér viðlíka hegðun og valsa um eins og ríki í ríkinu. Bæði eftirlitsstofnanir og rannsóknarstofnanir í sjávarútvegi eru skjálfandi undir hæl ófyrirleitna valdsins og ráðherrar, einkum sjávarútvegsráðherrar, hafa einn af öðrum í langri röð verið eins og þarfasti þjónn handhafa veiðiheimildanna og leyfa þeim að meðhöndla þær sem sína eign,“

segir Kristinn og nefnir að þjónustulundin við útgerðarfyrirtækin sé svo yfirgengileg að Ríkisendurskoðun sé nóg boðið.

Fiskistofa féll á prófinu

Kristinn vísar í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra þar sem fundið var að eftirlitshlutverki hennar:

„Í stuttu máli þá hefur Fiskistofa hefur brugðist í öllum þremur verkefnunum sem hún á að sinna. Ófullnægjandi, veikburða og sinnir ekki eftirliti. Þetta er þreföld falleinkunn. Stofnunin veldur ekki hlutverki sínu.“

segir Kristinn og tekur hann undir orð Oddnýjar Harðadóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem taldi skýrsluna á sínum tíma lýsa spillingu:

„Mér finnast völdin sem útgerðarmönnunum er leyft að hafa yfir meðferð á fiskveiðiauðlindinni og eftirliti lýsa engu öðru en spillingu. Þessu verður að breyta.“

Sjá nánar: Oddný segir skýrsluna áfellisdóm sem lýsi „engu öðru en spillingu“

Treysti á tilkynningar

Sem dæmi um meint eftirlit Fiskistofu nefnir Kristinn að þar sé treyst á tilkynningar frá þeim sem eigi að sæta eftirlitinu:

„Ríkisendurskoðun segir að eftirlit Fiskistofu með samþjöppuninni sé fólgið í því að taka við tilkynningum frá handhöfum aflaheimilda og „verður ekki séð að Fiskistofa kanni yfirráð tengdra aðila yfir aflahlutdeildum með markvissum og reglubundnum hætti í samræmi við ákvæði 13. gr. laga um stjórn fiskveiða.“ Með öðrum orðum: Eftirlitsstofnunin treystir á tilkynningar frá þeim sem hún á að hafa eftirlit með. Punktur.“

Ekkert gert

Kristinn segir einnig að ekkert hafi verið gert um tillögur Ríkisendurskoðunar, til dæmis með að eftirlit með vigtun afla yrði á forræði Fiskistofu, en ekki útgerðarfyrirtækjanna, en rakið hefur verið, til dæmis af Gunnari Smára Egilssyni, hvernig núverandi kerfi bjóði upp á að rangt sé haft við.

Sjá nánar: Lýsir hvernig hægt er að vigta framhjá og múta íslenskum stjórnmálamönnum -„Til dæmis Samherji og Brim“

Kristinn segir freistnivandann vissulega vera til staðar:

„Nú er liðið heilt ár frá því að Ríkisendurskoðun setti fram skýrslu sína. Ekkert hefur gerst sem nálgast það að framfylgja tillögum stofnunarinnar. Enn eru tugir stórra útgerðarfyrirtækja sem vigta „rétt“ og hafa til þess töluvert svigrúm. Enn er brottkast ekki viðurkennt og enn fá valdir útgerðarmenn að valsa um auðlinda og safna æ stærri hlut af henni undir veldi sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“