fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Sjáðu spurningarnar sem Miðflokkurinn krefst svara við – Hjólar í RÚV, RARIK og Landsnet – „Illskiljanlegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. desember 2019 12:10

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn hefur lagt fram skýrslubeiðni á Alþingi þar sem svara er krafist frá forsætisráðherra um aðdraganda og afleiðingar ofsaveðursins í síðustu viku.

Undibúningur gagnrýndur

Í greinargerð Miðflokksins kemur fram sterk gagnrýni á opinberar stofnanir. Spurningarnar sem Miðflokkurinn krefst svara við snúa flestar að raforkukerfinu og hvort og þá hvernig, ekki hefði betur mátt standa að undirbúningnum vegna veðursins.

„Illskiljanlegt er að á meðan björgunarmenn undirbjuggu sig fyrir óveðrið hafi opinberir aðilar ekki gert hið sama. Svo virðist sem RARIK, Landsnet og e.t.v. fleiri hafi ekki gert sambærilegar ráðstafanir og Landsbjörg. Í það minnsta virðist sem ekki hafi verið fluttur búnaður sem grípa mætti til svo sem varaaflsstöðvar, rafmagnsstaurar o.fl. sem verður að teljast sérstakt í ljósi þess sem áður hefur gerst og hve ítarlega hafði verið varað við veðrinu.“

Þar er einnig fundið að fréttaflutningi RÚV:

„Ríkisútvarpið flutti takamarkaðar fréttir af ástandinu en vísaði að öðru leiti á vef sinn sem fáir gátu séð vegna rafmagnsleysis.“

Spurningarnar eru eftirfarandi:

  • Hvers vegna voru raforkuflytjendur og seljendur, aðallega RARIK og Landsnet ekki
  • betur undir óveðrið búin?
  • Var vitað um veikleika í raforkukerfinu á þeim svæðum sem verst urðu úti?
  • Hvað skýrir að ekki var tiltækt varaafl t.d. Sauðárkróki, Hvammstanga, Dalvík, Ólafsfirði og víðar?
  • Hvar voru til reiðu varahlutir t.d. línur, staurar, varaaflsstöðvar o.þ.h. á vegum RARIK og Landsnets?
  • Hve langan tók að koma á rafmagni á þeim stöðum þar sem það fór af?
  • Hve margir landsmenn voru án rafmagns?
  • Til hvaða ráðstafana verður gripið til að koma í veg fyrir að svona ástand geti endurtekið sig?
  • Hverjar voru ástæður hverrar bilunar fyrir sig og hvaða úrbætur þarf að gera til að þær endurtaki sig ekki?
  • Hvað skýrir að fjarskipti duttu út og var ástæðan alls staðar sú sama og hvað verður gert til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig ?
  • Tetra kerfið virkaði ekki sem skyldi, hvers vegna og til hvaða aðgerða þarf að grípa?
  • Eru eldri fjarskiptakerfi (fastlínukerfið) enn til staðar og getur nýst í neyð?
  • Ríkisútvarpið hefur ákveðið almannavarnarhlutverk, hvernig var samhæfing við stofnunina og fengu landsmenn skilaboð um ástandið með fullnægjandi hætti?
  • Hvaða leiðir eru færar til koma skilaboðum til landsmanna við aðstæður sem þarna sköpuðust?
  • Til hvaða aðgerða verður gripið til að tryggja að upplýsingar berist íbúum svæða sem kunna að verða fyrir hamförum sem þessum?
  • Upplýsa þarf nákvæmlega um hvar varaafl er til staðar, hvar það þarf að vera til staðar og hvers vegna það var ekki til reiðu er á reyndi.
  • Hver voru áhrifin á aðra innviði, vatns- og hitaveitur, samgöngur o.fl.?
  • Hvar á þeim svæðum sem rafmagnsleysi varð hefur Landsnet orðið fyrir því að viðhalds- og nýframkvæmdir, hvað línulagnir/byggðalínu varða, hafa tafist vegna leyfismála.
  • Lagfæring á hvaða hluta leyfisveitingaferilsins er líklegust til að sporna við slíkum töfum.
  • Hvernig var viðbúnaður og viðbragð þeirra sem bera ábyrgð á að samgöngur haldist greiðar?
  • Viðbrögðin virðast ekki hafa verið nægjanlega markviss hjá opinberum aðilum, hvaða úrbætur þarf að gera?
  • Hve mikið er samfélagslegt tjón af völdum óveðursins?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á