Tökur á þáttaröðinni Signals, sem frameidd er af Sagafilm, eiga að hefjast seint á næsta ári en nú þegar hefur myndast spenningur erlendis fyrir seríunni. Signals var valið áhugaverðasta „pitchið“ á London Drama Summit nýverið en leikstjórn er í höndum Óskars Jónassonar. Hann skrifar handritið í félagi við Margréti Örnólfsdóttur, Jóhann Ævar Grímsson og Sjón. Áætlaður kostnaður er tæpur milljarður en um níu þætti er að ræða. Í þáttunum er fylgst með lögreglukonunni Magneu sem rannsakar hryðjuverk og netglæpi. Heimur hennar umturnast þegar að Ísland er á barmi hruns.