fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sigríður hrósar sigri í Landsréttarmálinu: „Sann­ar bara það sem ég hef haldið fram“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. desember 2019 09:40

Sigríður Andersen. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fæ ekki annað séð en að nefnd­in hafi með þess­ari nýju um­sögn al­farið hafnað sín­um eig­in vinnu­brögðum sem hún viðhafði í Lands­rétt­ar­mál­inu. Ég fagna því,“

segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem í dag skrifar um skipan dómara við Hæstarétt, í Morgunblaðið, en ein slík staða var auglýst nýverið hvar átta sóttu um stöðuna. Hæfnisnefnd sagði þrjá vera hæfari en aðra umsækjendur og væru þeir þrír allir jafn hæfir:

„Um leið má ljóst vera að nefnd­in hef­ur líka hafnað fyrri niður­stöðu sinni um hæfni þess­ara til­teknu um­sækj­enda. Niðurstaða henn­ar nú um hæfni um­sækj­endanna er ekki í sam­ræmi við niður­stöðu henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Það sann­ar bara það sem ég hef haldið fram. Mat á hæfni um­sækj­enda eru ekki raun­vís­indi held­ur að nokkru leyti hug­lægt mat sem marg­ir áþreif­an­leg­ir og óáþreif­an­leg­ir þætt­ir hafa áhrif á,“

segir Sigríður einnig.

Hún telur að með umsögn sinni hafni nefndin einnig niðurstöðu Hæstaréttar um hæfnismatið við skipuna í Landsrétt, en þá niðurstöðu hefur Sigríður ekki sætt sig við, en líkt og kunnugt er sagði Sigríður af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.

Virðist hún telja að ósamræmið í umsögninni, samanborið við umsagnirnar í Landsréttarmálinu, sýni fram á að vinnubrögðin í Landsréttarmálinu af hálfu hæfnisnefndarinnar þá, hafi ekki verið boðleg.

Mætti viðurkenna mistök sín

Sigríður segir einnig ánægjulegt að hæfnisnefndin hafi látið af því fúski sem hafi viðgengist um árabil:

„Lands­rétt­ar­málið leiddi í ljós brota­löm við skip­un dóm­ara sem hef­ur viðgeng­ist í ára­tugi. Ég lét það ekki átölu­laust. Það er ánægju­legt að hæfn­is­nefnd­in, sem vissu­lega gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki í aðdrag­anda skip­un­ar, sé nú að láta af vinnu­brögðum sem m.a. umboðsmaður Alþings hef­ur um ára­bil gagn­rýnt og ég hafði fulla ástæðu til að reyna að bæta úr. Mér hefði fund­ist meiri brag­ur á því að nefnd­in kæmi hreinna fram og viður­kenndi mis­tök sín í Lands­rétt­ar­mál­inu og tæki þannig þátt í mál­efna­legri umræðu um fyr­ir­komu­lag við skip­an dóm­ara. Trú­lega er lít­il von til þess. Þess í stað virðast nefnd­ar­menn og þeir dóm­ar­ar sem kváðu upp dóma í des­em­ber 2017 byggða á ófor­svar­an­legri niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar horfa í gaupn­ir sér á meðan reynt er að vega að ís­lenskri stjórn­skip­an og Hæsta­rétti á er­lendri grundu. Nýj­asta um­sögn nefnd­ar­inn­ar er þó skref í átt að betr­un. Íslensk stjórn­völd hljóta að koma því á fram­færi í mála­ferl­un­um í Strass­borg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt