Það beið óvæntur og mjög leiðinlegur glaðningur fyrir áhrifavaldinn Sunnevu Einars í bíl hennar í morgun. Mikið frost er á höfuðborgarsvæðinu og geymdi Sunneva kassa af orkudrykkjum í bílnum sínum. Í hverjum kassa eru 24 dósir.
Vökvi í dós getur blásið út í frosti og ílátið því sprungið. Eins og Sunneva komst að í morgun.
„Mig langar að vara alla við sem eru með dósir í bílnum,“ segir hún í Instagram Story.
„Þetta var það mikið að kassinn, sem var aftur í, sprakk alla leið fram í. Og bíllinn lyktar eins og ég veit ekki hvað. Ég hef svo engan tíma til að fara með bílinn í þríf. Ég þarf bara að lifa með þessari lykt í vetur. Fokk,“ segir Sunneva.
„Það eru fleiri dósir að springa einhverstaðar í bílnum mínum. Fokk hvað mér brá, oh my god.“
Síðan snýr hún myndavélinni að hitamæli sem sýnir mínus þrettán gráður.
Þetta er því góð áminning að geyma ekki óopnaðar dósir í bílnum. Hefur þú lent í þessu?