fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Sprautu list

Notar sprautur til að skapa listaverk

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kimberly Joy Magbanua er hjúkrunarfræðingur að atvinnu, en í frístundum sínum skapar hún listaverk. Og þó að efniviðurinn sé hefðbundinn: akrýllitir og strigi, þá eru verkfærin sem hún notar frekar óvenjuleg.

Magbanua, sem er 24 ára, starfar á sjúkrahúsi á Filipseyjum. Hún er listræn frá unga aldri og segir að foreldrar hennar hafi keypt handa henni liti og annað til að teikna og skapa, í stað leikfanga. Þegar þau lásu fyrir hana á kvöldin, teiknuðu þau samhliða sögupersónur og annað á blað. Á fullorðinsárum byrjaði hún að teikna og notaði penna og blað.

„Mig langaði hinsvegar alltaf til að prófa að mála á striga og þegar ég var á einni vaktinni að gefa sjúklingi lyfin hans, flaug þessi í kollinn á mér, að nota sprautur í stað pensla.“

Hún er þrjá til sex klukkutíma með hverja mynd og þó að það hljómi einfalt, þá notar hún ákveðna tækni. Mismunandi stórar sprautur eftir því hversu fíngerðar myndirnar eru. Og stundum á málningin til að stíflast og þá þarf að byrja upp á nýtt og skipta um verkfæri.

„Listin er mitt þægindasvæði. Listin nærir sálu mína,“ segir Magbanua og listaverkin hennar eru bæði falleg og einstök vegna þeirra aðferðar sem hún notar.

Magbanua notar líka vatnsliti og túss til að skapa listaverk.
Vatnslistir og túss Magbanua notar líka vatnsliti og túss til að skapa listaverk.

Verk hennar má skoða á Instagram og Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“