fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
Fréttir

Margrét Hulda vekur athygli á aðstæðum á geðdeild

„Gengur á höndum“ hringinn í kringum landið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. ágúst 2017 00:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Hulda Karlsdóttir ætlar að keyra um landið næstu viku og ganga á höndum á vel völdum stöðum. Þannig ætlar hún að vekja athygli á aðstæðum á geðdeild og þeim hræðilegu atburðum sem orðið hafa þar síðustu vikur, en í sumar hafa tveir ungir menn tekið eigið líf á geðdeild.

Margrét Hulda segist einfaldlega ekki geta setið á höndunum lengur. Í samtali við DV segir Margrét Hulda, sem er 27 ára, að hún ætli að keyra hringinn og ganga á höndum nokkur spor á vel völdum stöðum. „Ég fékk að kynnast starfsemi geðdeildar þegar einstaklingur sem er mér mjög nákominn lagðist inn í sjálfsvígshugleiðingum. Því miður hef ég ekki góða né uppbyggilega sögu að segja. Þessi stofnun er greinilega vanmáttug og það þarf að gera einhverjar stórtækar breytingar.“

Í ágúst hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild og fyrir fimm árum tók ungur maður eigið líf á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Fyrir hálfum mánuði birti DV frásögn Oddrúnar Láru Friðgeirsdóttur en móðir hennar tók eigið líf á geðdeild.

Mikilvægt að leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan

„Ég vona að þið munið fylgja mér hringinn um Ísland á hvolfi næstu daga,“ segir Margrét Hulda. „Þetta geri ég einnig til að vekja athygli á hversu mikilvægt er að leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Fyrir þá sem hafa engan til að tala við vil ég benda á hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið á 1717.is.“

Ólafsvík
Ólafsvík
Stykkishólmur
Stykkishólmur
Helgafellssveit.
Helgafellssveit.

Áhugasamir geta fylgt Margréti Huldu hringinn á Instagram: @margrethk.

Færslu Margrétar Huldu má sjá í heild hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Varar Trump við – „Mistök af svakalegri stærðargráðu“

Varar Trump við – „Mistök af svakalegri stærðargráðu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Kvittana-veggur“ Musk átti að dásama afrek hans – Nú hverfa kvittanirnar ein af annarri

„Kvittana-veggur“ Musk átti að dásama afrek hans – Nú hverfa kvittanirnar ein af annarri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi