fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

„Við finnum fyrir því að margir séu einmana“

Auður Ösp
Föstudaginn 13. desember 2019 14:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Desember og jólin eru erfiður tími fyrir marga sem finna fyrir einmanaleika, söknuði og fjárhagserfiðleikum. Þá er gott að geta hringt og talað við einhvern í nafnleysi og trúnaði og tökum við vel á móti öllum,“ segir  Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins, í samtali við DV.

Jólin eru fjölskylduhátíð og finna því margir sterkar fyrir einsemd. Í samtali við RÚV á seinasta ári sagði Hilmar Kjartansson bráðalæknir að töluvert væri um að einmana fólk leitaði á bráðamóttökuna yfir hátíðarnar.

„Þetta er eitthvað sem við sjáum oft, þá kemur fólk inn og talar við okkur og tjáir okkur sína vanlíðan. Þetta er fólk þá með kvíða eða jafnvel með sjálfsvígshugsanir eða hefur íhugað að taka ofskammt lyfja og þá er betra að það komi til okkar til að vinda af hlutunum heldur en að það fari í óefni.

Þá sagði Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins: „Fólk er dapurt, það er eitt heima hjá sér, hefur ekki tengsl við neina í fjölskyldunni eða getur ekki talað um sína líðan. Fjölskyldur standa nokkuð þétt saman. En það eru margir sem standa fyrir utan þétt fjölskyldunet og vini. Viðhorfið hefur kannski verið að þeir sem eru einmana hafi bara ekki drifið sig út og haft samband við einhvern, en það er ekki svo einfalt.“

Standa vaktina allan ársins hring

Hjálparsími og netspjall Rauða krossins tekur á móti fleiri en 14 þúsund símtölum á ári en undanfarin ár hefur desember verið mikill álagstími. Sandra Björk segist sjá fram á að álagið verði með svipuðu móti og síðastliðin ár á Hjálparsímanum.

„Við finnum fyrir því að margir séu einmana, ekki bara um jólin heldur allan ársins hring. Jólin eru þó kannski sérstaklega erfiður tími því flest hugsum við um jólin sem samverustund með fjölskyldu og vinum. Um jól og áramót standa sjálfboðaliðar vaktina á Hjálparsíma Rauða krossins og spjalla við þá sem eru einmana eða líður illa og þurfa að tala við einhvern í trúnaði. Þessi desembermánuður hefur í raun ekki verið neitt frábrugðinn öðrum desembermánuðum árin á undan. Við fundum þó fyrir auknu álagi þann tíma sem óveðrið gekk yfir landið í vikunni. Mörgum leið illa og voru hræddir og kvíðnir yfir þessu.“

Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins. Um 100 þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar svara þeim símtölum og netspjalli sem Hjálparsímanum berst.

„Hlutverk okkar er að vera til staðar fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila. Við tökum á öllum vandamálum fólks og okkar mottó er að ekkert vandamál sé of stórt eða of lítið fyrir Hjálparsímann. Algengast er að fólk hafi samband vegna þunglyndis, kvíða, einmanaleika og sjálfsvígshugsana,“ segir Sandra Björk jafnframt.

„Við höfum orðið vör við mikla fjölgun á sjálfsvígssímtölum á þessu ári og nemur fjölgunin um 30 prósentum frá síðasta ári. Það þarf þó ekki að þýða að fleiri séu í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri að leita sér aðstoðar og þora að tala um það þegar þeim líður illa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi