fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fréttir

Ástfangnir foreldrar selja sig á íslenskum hótelum: „Við höfum bæði verið frelsissvipt, bundin, lamin og okkur nauðgað“

Atli Már Gylfason
Miðvikudaginn 11. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við fórum að stunda vændi því við áttum ekki fyrir mat, fötum og dópi,“ segir maður á þrítugsaldri. Hann og kærasta hans, sem einnig er á þrítugsaldri, búa á gistiheimili í Reykjavík en selja líkama sinn til bæði íslenskra og erlendra karlmanna á hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Þau segja hætturnar leynast víða en kona mannsins hefur til að mynda nokkrum sinnum verið frelsissvipt og henni nauðgað.

Karlmenn eru langstærsti hópur viðskiptavina þeirra beggja og hafa sumir greitt meira fyrir að fá að taka ofbeldið upp á myndskeið. Nokkur þessara myndskeiða hafa ratað á erlendar klámsíður.

„Frændi minn sá um að pimpa mig út og það gekk vel. Ég held að til að byrja með hafi hann útbúið reikning á Einkamál. Þetta voru nánast allt Íslendingar sem keyptu þjónustuna mína til að byrja með en síðan fóru fleiri útlendingar að bætast í hópinn eftir því sem ferðamönnum fjölgaði. Það hefur haldist í hendur,“ segir konan. Hún er háð ritalíni og sprautar því í æð. En með fíkninni hafa fylgt lífshættulegar aðstæður; líkamsárásir, frelsissviptingar og nauðganir.

Hefur þér oft verið nauðgað?

„Já. Oftar en ég kæri mig um að telja. Eftir tvær eða þrjár nauðganir þá deyr sálin, tilfinningarnar dofna og ég sekk dýpra og dýpra í harðari neyslu. Ég fór að hata alla karlmenn og reyndi margoft að ræna þá. Stundum tókst það og stundum ekki. Þegar eitthvað fór úrskeiðis þá oftar en ekki var ég frelsissvipt, bundin, lamin og nauðgað. Við höfum bæði verið frelsissvipt, bundin, lamin og okkur nauðgað. Mér var í eitt skiptið nauðgað þrisvar sinnum af sama vinahópnum. Það voru allt erlendir karlmenn sem komu hingað til lands til þess að skemmta sér,“ segir konan sem ekki fær alltaf greitt í peningum.

„Sumir fastakúnnar greiða mér í lyfjum. Þá aðallega í glösum af ritalíni. Mig langar að hætta þessu en það er bara hægara sagt en gert. Að hugsa til þess að ég hafi misst börnin mín…,“ segir konan og brotnar niður. Kærastinn hennar tekur utan um hana og huggar. Þau eiga eitt barn saman og annað er á leiðinni.

„Ég á tvíbura með öðrum og hann á lítinn strák með annarri. Síðan eigum við tveggja ára barn saman og ég held að það sé annað á leiðinni.“

Ertu ófrísk?

„Já, ég held það.“

Maðurinn segir að hann hafi ekki farið varhluta sjálfur af kynferðisofbeldi. Honum hefur líka verið nauðgað. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Eitt sinn af æskuvini sínum sem starfar sem læknir á Íslandi. Hann kastar nánast alltaf upp eftir að hafa „stundað kynlíf með viðskiptavini“ eins og hann orðar það. „Kúnnarnir“ eru flestir gagnkynhneigðir karlmenn með eiginkonu og börn.

„Þetta er voðalega skrítin tilfinning. Ég hef átt rosalega erfitt með nánd við aðra, tilfinningarnar eru í einni flækju og ég á sjálfur erfitt með að gera greinarmun á harkalegu kynlífi og ofbeldi.“

Hvernig leið þér eftir að þér var fyrst nauðgað?

„Mér leið ekki vel en ég hef lent í svo miklu yfir ævina að það þarf eitthvað mikið meira til þess að koma manni yfir endalínuna.“

Þú meinar þá að það þyrfti meira til svo þú myndir svipta þig lífi?

„Já.“

Hefur þú aldrei hugsað um sjálfsvíg eftir svona áföll eins og að vera nauðgað?

„Jú, ég gerði það til að byrja með. Síðan bara dofnar hausinn eftir mörg skipti. Ég reyndi nýlega að svipta mig lífi þegar ég og kærastan hættum saman. Við erum samt saman í dag, ég hélt framhjá henni og eyðilagði allt traust. Ég elska hana samt meira en allt og hún mig.“

Hvernig reyndir þú að svipta þig lífi?

„Ég fór niður í kjallara á blokk sem við bjuggum í og reyndi að hengja mig í buffi, þessu sem þú ert með á hausnum eða utan um hálsinn. Ég man ekkert meira.“

Það var íbúi í fjölbýlishúsinu sem kom að honum meðvitundarlausum. Sá hafði tekið göngutúr um kjallarann til þess að kanna hvort það væri nokkuð búið að stela reiðhjólum úr geymslunni.

„Ég var bara heppinn.“

Hvorugu þykir lengur tiltökumál að selja sig. Þetta sé orðinn hluti af lífstíl sem þau eigi erfitt með að kveðja því vændið skilar bæði peningum og ritalíni í vasa þeirra beggja. Peningurinn fer í mat, skjól yfir höfuðið og föt en ritalínið í æð. Þau hafa alltaf selt sig í sitthvoru lagi en reyna nú að selja sig saman.

„Við erum að leita að karlmanni til þess að ríða mér,“ segir hún, bendir á hann og bætir við: „Hann myndi líka ríða mér og við viljum taka það upp á vídeó. Það er hægt að fá ágætispening fyrir þau. Þetta myndi kosta karlmanninn fimmtíu þúsund en við höfum ekki enn fundið þann rétta í það hlutverk.“

En langar ykkur ekkert að hætta þessu? Hvað með börnin?

„Ég hef ekki séð þau í sex mánuði,“ segir maðurinn með tárvot augu. „Ekkert séð þau. Ég þarf að fara í fulla meðferð til þess.“

Hvað er að stoppa þig?

„Ég er bara að reyna að gera mitt besta. Hef farið á Vog en það er bara ekkert hlaupið að því í dag. Ég er að reyna að vinna í mér og hún í sér. Svo kemur hitt,“ segir maðurinn áður en hann gengur út í veðurofsann, hönd í hönd með kærustunni sinni. Raunveruleiki þeirra er fjarri flestum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin

Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin
Fréttir
Í gær

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jimmy Carter látinn

Jimmy Carter látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður-Kóreumenn stráfelldir í Úkraínustríðinu – Enginn skeytir um örlög þeirra

Norður-Kóreumenn stráfelldir í Úkraínustríðinu – Enginn skeytir um örlög þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Söngvar Satans aftur í bókabúðir í Indlandi eftir 36 ára bann

Söngvar Satans aftur í bókabúðir í Indlandi eftir 36 ára bann