fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Endurreisn WOW virðist í miklum ólestri – WOW 2.0 hefur ekki greitt kaupverðið og Play borgar ekki laun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

US Aerospace, fyrirtækið sem boðað hefur endurreisn WOW air síðan í haustbyrjun, hefur enn ekki greitt að fullu kaupverðið fyrir helstu eignir úr þrotabúi WOW air. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er hluti af frétt þar sem skiptastjórar eru sakaðir um að hafa tvíselt eignir úr búinu. Er þar um að ræða sölu á ýmsu kynningarefni. Ekki fást upplýsingar í fréttinni um hve mikið US Aerospace á ógreitt af kaupverði þrotabúsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill WOW 2.0, vill ekki tjá sig um einstök atriði í undirbúningsferli flugfélagsins. Skiptastjórar WOW hafa heldur ekki viljað tjá sig um stöðuna á málinu.

Hitt endurreista „WOW-flugfélagið“, Play, greiddi starfsfólki ekki laun um síðustu mánaðamót. Fregnir herma að laun hafi enn ekki borist í gær. Þá hefur ekki fengist staðfest að launatengd gjöld hafi verið greidd hjá félaginu síðustu mánuði, eða frá stofnun þess. DV tókst ekki að ná í Maríu Margréti Jóhannsdóttur, upplýsingafulltrúa Play, við vinnslu þessarar fréttar, og raunar tókst það ekki heldur þegar DV greindi frá launabrestinum skömmu eftir síðustu mánaðamót – þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, símhringingar og tölvupóst.

Mjög illa gengur hjá Play að ljúka fjármögnun en félagið þarf 1,7 milljarða í hlutafé til viðbótar því sem það hefur aflað til að verða starfhæft. Hafa eigendur Play boðist til að lækka eignarhlut sinn niður í 30% en það hefur enn ekki dugað til að sannfæra fjárfesta.

Þessi tíðindi bætast við þá staðreynd að hvorki WOW 2.0 né Play hafa selt eina einustu flugferð frá því félögin boðuðu starfsemi sína né gengið frá flugrekstrarleyfum eða unnið flugáætlanir, hvorki á Keflavíkurflugvöllum né á öðrum áfangastöðum. WOW 2.0 boðaði til dæmis að félagið myndi fyrst um sinn fljúga milli Dulles flugvallar í Washington og Keflavíkur en félagið hefur enn ekki samið við Dulles flugvöll um náætlun né neina flugvallarþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi