Öll flugumferð um John Lennon flugvöllinn, í Liverpool er bönnuð þangað til um klukkan 17:00 í dag. Ástæðan er slys sem átti sér stað á vellinum, snemma í morgun.
UM borð í vélinni var Mike Gordon, stjórnarmaður hjá Liverpool og einn af eigendum félagsins. Hann er forseti, Fenway Sports sem er eigangi Liverpool.
Oft er talað um að Gordon sé maðurinn sem stjórni Liverpool, hann kom með einkaþotu frá Bandaríkjunum. Ástæðan eru fundir í Bítlaborginni í dag.
Þegar vélin lenti á John Lennon, flugvellinum þá misstu flugmennirnir stjórn á henni og hún endaði utan brautar. Rannsakað er, af hverju það gerðist.
Gordon og þrír starfsmenn vélarinnar voru um borð en enginn af þeim slasaðist, Gordon hefur þakkað viðbragðsaðilum fyrir frábær viðbrögð og þjónustu.