Selfyssingurinn Karitas Harpa Davíðsdóttir, sem vann söngkeppnina The Voice í febrúar síðastliðnum, komst nýlega að því að hún og tveggja ára sonur hennar eru með sjaldgæfan erfðagalla eða heilkenni sem nefnist UHS (uncombable hair syndrome). Heilkennið lýsir sér í ljósu, þurru og ójöfnu hári sem erfitt er að ráða við. Það getur einnig verið rauðleitt og vex einnig hægar en annað hár. Um er að ræða stökkbreytingu á vissum genum og yfirleitt er um einstök tilvik að ræða. Þó getur það verið arfgengt.
[ref]http://www.dv.is/folk/2017/8/8/voice-stjarnan-karitas-harpa-og-sonur-hennar-kljast-vid-sjaldgaeft-krutt-heilkenni-CY0J9E/[/ref]