fbpx
Laugardagur 29.mars 2025

Tók mynd af syni sínum og bjargaði lífi hans – Þörf áminning til allra foreldra

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. desember 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laila Gaudry og Ollie Blanks voru að taka myndir af þriggja ára syni sínum Noah. Það styttist í að hann yrði fjögurra ára og þau voru stolt af hversu stór hann var orðinn.

Þeim hefði aldrei dottið í hug að ein myndin myndi breyta lífi þeirra til frambúðar. Myndin var tekin með flassi og tók Ollie eftir skrýtnum glampa í öðru auga Noah. Það sem hann vissi ekki á þeim tíma var að bletturinn var merki um hættulegt krabbamein.

Myndin af Noah sem breytti öllu.

Ollie leist ekkert á blikuna og leitaði að upplýsingum á netinu. Hann las sér til um sjónukímfrumaæxli (e. retinoblastoma) – sjaldgæft krabbamein í augum sem er algengast í börnum undir fimm ára. Ollie og Laila fóru með Noah til læknis samstundis og versta martröð þeirra varð að raunveruleika. Noah var með krabbamein.

„Þegar fyrst var nefnt orðið „krabbamein“ þá horfðum við á hvort annað og brotnuðum niður […] Við sögðum sífellt við okkur sjálf að ef krabbameinið væri ekki búið að dreifa sér þá myndum við komast í gegnum þetta,“ segir Laila við Metro.

Hann þurfti að fara sex sinnum í lyfjameðferð. Aðeins fjögurra ára gamall.

Hann þurfti að gangast undir lyfjameðferð og fór í fyrstu meðferðina stuttu eftir fjögurra ára afmælið sitt.

Meðferðin virtist skila sér í fyrstu en þegar leið á kom í ljós að það þurfti að fjarlægja auga hans.

„Eftir allt sem hann hafði gengið í gegnum, ég trúði ekki að það var einskis virði,“ segir Laila.

Það þurfti að fjarlægja auga Noah.

Þau fengu fréttirnar rétt fyrir jól, en læknar ráðlögðu þeim að bíða með að segja Noah frá þar til eftir jóladag, svo hann gæti notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar.

Noah fór í aðgerð 27. desember og kom hann foreldrum sínum á óvart hversu vel hann tókst á við þetta allt saman.

Hugrakkur drengur.

Í dag er Noah sex ára og dafnar vel. Hann elskar að hlaupa um með stóra bróður sínum Jake og leika með Lego.

Noah dafnar vel.

Fjölskyldan vill vekja athygli á sögu Noah svo aðrir foreldrar viti fyrir hverju þeir eigi að vera vakandi.

„Lífið er svo miklu betra núna og ég vona að saga okkar muni hjálpa öðrum fjölskyldum að vita að það er í alvöru ljós við endann á göngunum,“ segir Laila.

„Við hvetjum alla foreldra til að vera meðvitaðir um algengustu einkenni sjónukímfrumaæxlis, tvö helstu einkennin eru að það sé glampi í auganu og að barnið píri augun (latt auga).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ótrúleg þróun hans í atvinnulífinu – Úr mörgum milljónum í nokkra þúsundkalla

Ótrúleg þróun hans í atvinnulífinu – Úr mörgum milljónum í nokkra þúsundkalla
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Orðaður við Tyrkland eftir fjóra byrjunarliðsleiki á Ítalíu

Orðaður við Tyrkland eftir fjóra byrjunarliðsleiki á Ítalíu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gæti farið í fjögurra ára fangelsi vegna skattsvika

Gæti farið í fjögurra ára fangelsi vegna skattsvika
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kjartan spurður út í framtíðina – „Einhvern tímann vill maður verða aðal“

Kjartan spurður út í framtíðina – „Einhvern tímann vill maður verða aðal“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kjartan gefur gagnrýnendum langt nef – „Menn hefðu átt að væla aðeins meira“

Kjartan gefur gagnrýnendum langt nef – „Menn hefðu átt að væla aðeins meira“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir ungstirninu að hafna Chelsea og Manchester United – Væri varamaður á næsta tímabili

Segir ungstirninu að hafna Chelsea og Manchester United – Væri varamaður á næsta tímabili

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.