fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. desember 2019 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra samkvæmt tilkynningu frá RÚV. Nöfnin eru ekki birt, samkvæmt nýrri stefnu RÚV um ógagnsæi.

Tilkynningin er eftirfarandi:

Starf útvarpsstjóra var auglýst laust til umsóknar 15. nóvember eftir að Magnús Geir Þórðar­son sagði starfi sínu lausu, en hann var skipaður þjóð­leik­hús­stjóri frá og með 1. janúar nk. Magnús Geir hafði gegnt stöðu út­varps­stjóra frá árinu 2014.

Upphaflegur umsóknarfrestur rann út 2. desember en ákveðið var að framlengja hann um viku eða til 9. desember. Alls barst 41 umsókn um starfið.

Stjórn RÚV ræður útvarpsstjóra. Á næstu vikum verður farið yfir umsóknir og hefur stjórn fengið ráðningafyrirtækið Capacent til að hafa umsjón með því verkefni. Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“