fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Körfuboltastjarnan Kristófer Acox með alvarlega nýrnabilun – „Þetta eru mjög erfið veikindi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. desember 2019 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Læknirinn minn sagði að þegar svona hraustir menn verði veikir þá verði þeir mjög veikir. Það mun taka tíma að jafna sig á þessu en  þetta blossaði upp í síðustu viku,“ segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox í spjalli við DV en hann var lagður inn á spítala í síðustu viku vegna sýkingar í nýra sem fór síðan út í blóðið.

Kristófer er einn af þekktustu körfuboltamönnum landsins, landsliðsmaður og margfaldur Íslandsmeistari með KR.

„Þetta eru mjög erfið veikindi, ég hef verið í rannsóknum og meðferðum eftir að ég byrjaði að finna fyrir þessu fyrir nokkrum vikum síðan. Í síðustu viku blossaði þetta síðan upp,“  segir Kristófer sem var lagður fárveikur inn á spítala í síðustu viku. Hann er á batavegi og er nýútskrifaður af spítalanum.

Kristófer lék ekki síðasta leik KR gegn Grindavík í bikarkeppninni en flestir héldu að hann væri meiddur. En þessi veikindi eru ekki körfuboltatengd. „Ég hef ekkert verið að auglýsa þetta og þess vegna vita fáir af þessu,“ segir Kristófer sem þó var alveg tilbúinn að ræða þetta við DV.

Kristófer segir nýrnabilunina ekki vera ættgenga en hann hafi þó strítt við þetta frá barnæsku. „Að öðru leyti hef ég alltaf verið hraustur,“ segir hann.

Ljóst er að þó að Kristófer sé á batavegi mun hann ekki spila með KR fram að áramótum. „Númer eitt tvö og þrjú er að bjarga nýranu og komast aftur á bataveg. Það voru framkvæmd inngrip á spítalanum til að hlífa nýranu og hjálpa því að jafna sig,“ segir hann.

Hann vonast eftir því að verða aftur kominn á fullt í boltanum í janúar en það á eftir að koma betur í ljós. Það eina sem er öruggt núna er að Kristófer er á batavegi.

DV sendir Kristófer Acox innilegar bata- og baráttukveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“