fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Eyjan

Namibíumenn hjóla rækilega í Bjarna Ben: „Skilið peningnum til fólksins í Namibíu“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 7. desember 2019 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhenti Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, áskorun í gær. „Rík­is­stjórn ykk­ar verður að neyða ís­lenska fyr­ir­tækið, Sam­herja, til þess að skila pen­ing­un­um til fólksins í Namibíu,“ segir í áskoruninni. Mbl.is fjallaði fyrst um málið

Samfélag Namibíumanna birtir þessa áskorun á Facebook-síðu sinni en þar segja þeir að það sé algengt meðal fólks að halda að spilling sé algengt og venjulegt vandamál í Afríku. Það vakti einmitt mikla athygli þegar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, staðfesti þetta með ummælum sínum í kjölfar Samherjamálsins. „Það er nú kannski líka það sem er slá­andi og svo sem lengi vitað að spill­ing­in í þess­um lönd­um – auðvitað er rót vand­ans í þessu til­tekna máli veikt og spillt stjórn­kerfi í land­inu. Það virðist vera ein­hvers kon­ar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í áskoruninni er þessu vísað á bug. „Flestir Namibíumenn vinna hart fyrir lifibrauði sínu. Flestir Namibíumenn búa við fátækt, en ná samt að koma börnunum í skóla og setja mat á borðið fyrir fjölskylduna. Í öðrum orðum erum við Namibíumenn harðvinnandi fólk sem fá engan arð frá spillingu örfárra einstaklinga í landinu okkar,“ segir í áskoruninni.

https://www.facebook.com/Namibiancommunity/posts/2371864166257594

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hvað er skírdagur?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða