fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Yfir 300 hátískukjólar Dior til sýnis

Stærsta hátískusýning sem opnuð hefur verið í París

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 9. júlí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dior tískuhúsið opnaði miðvikudaginn 5. júlí síðastliðinn stærstu sýningu sem haldin hefur verið á hátísku í París. Tilefnið er 70 ára afmæli tískuhússins og verður sýningin opin næstu sex mánuði í Musée des Arts Décoratifs.

Sýningin varpar ljósi á öll tímabil í tískuhönnunarsögu Dior með flíkum eftir helstu hönnuði hússins, þar á meðal Christian Dior, Yves Saint Laurent, Marc Bohan, Gianfranco Ferre, John Galliano, Raf Simons og Maria Grazia Chiuri.
Á sýningunni má dást að yfir 300 hátískukjólum frá árunum 1947–2017, sem falla undir 23 ólík þemu. Á sýningunni má einnig finna efni, fjölda tískuljósmynda, listaverk fengin að láni frá helstu listasöfnum og frumskjöl og teikningar eftir hönnuðina Rene Gruau og Mats Gustafson.

Þetta er önnur sýning Dior á safninu, en sú fyrri var árið 1987 í tilefni af 40 ára afmæli tískuhússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“