fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Ritstjóri Stundarinnar svarar skipstjóra Samherja: „Beitir þeirri aðferð að vega að trúverðugleika annars fólks“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. desember 2019 16:30

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, svarar í dag á Vísir.is grein Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, sem tók upp hanskann fyrir vinnuveitendur sína í grein á Vísir.is í gær. Páll minnti á að sérhver er saklaus uns sekt sannast og taldi að í ljósi annarra mála þar sem vegið hafi verið að Samherja, t.d. í ásökunum Seðlabankans um gjaldeyrisbrot þar sem ekki komi til ákæru, sé engin ástæða til að efast um heilindi stjórnenda Samherja í þessu máli. Sakaði hann RÚV um nornaveiðar:

„Það er hins vegar alveg ljóst að Ríkisútvarpið stundar nornaveiðar enda var Helgi Seljan búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að „taka Þorstein Má niður“. Honum mistókst það í Seðlabankamálinu svo hann reynir það nú í annað sinn. Svo virðist sem Kveiksþátturinn sé tilraun Helga Seljan til að fá uppreist æru eftir niðurlæginguna sem hann upplifði þegar í ljós kom að þær ásakanir sem hann teiknaði upp í Kastljósi í svokölluðu Seðlabankamáli reyndust allar tilhæfulausar.“

Sagði hann einnig að RÚV hefði hafnað boði Samherja um að leggja fram upplýsingar í málinu. Sjá nánar frétt DV um þetta

Páll vóg ennfremur að Stundinni og sagði að í eigendahópi hennar væru aðili eða aðilar með tengsl við Namibíu.

Virðingarvert að standa með fyrirtækinu sínu

Jón Trausti segir í svari sínu að það sé virðingarvert að standa með sínu fyrirtæki. Hins vegar hafi enginn reynt að blanda almennu starfsfólki Samherja inn í mútumálið og allra síst RÚV eða Stundin. Jón segir:

„Fólkið í fiskvinnslunni í Dalvík eða áhöfnin á þínu skipi, svo dæmi séu nefnd, hefur ekkert gert af sér til að verðskulda að vera gert samsekt stjórnendum fyrirtækisins.

Það eru í raun eingöngu fráfarandi og núverandi forstjóri Samherja sem hafa blandað almennu starfsfólki inn í málið. Því miður hafa þeir auk þess gert kröfu til starfsfólks síns um að standa með sér í málinu. Samhliða því hafa þeir markvisst stillt umfjöllun um mútugreiðslurnar þannig fram að verið sé að gera „árásir“ á Samherja og starfsfólkið.

Starfsfólkið hefur ekkert með mútugreiðslur Samherja að gera og hefur á engan hátt hagnast á þeim. Enda fara hagur starfsfólks og eigenda fyrirtækja ekki alltaf saman.“

Jón Trausti segir hins vegar að það sé heldur verra að byggja vörn sína á því að vega að orðspori annarra:

„Það sem er síður virðingarvert þegar maður reynir að verja sitt fólk er þegar maður beitir þeirri aðferð að vega að trúverðugleika annars fólks til að ná fram tilgangi sínum.

Í greininni er vörnin fyrir Samherja að stórum hluta byggð á tilgátu um óheilindi fjölmiðlamanna sem hafa greint frá mútugreiðslum Samherja. Ef það er valið sem sjálfsvarnaraðferð er rétt að horfa til þess að aðferðin er ekki beinlínis til þess fallin að undirbyggja mikilvægi grundvallarreglunnar að fólk sé saklaust uns sekt sannast.“

Varðandi ásakanir um tengsl eins eiganda Stundarinnar við Namibíu bendir Jón á að hluthafalisti Stundarinnar sé opinn. Hins vegar geti hann ekki útilokað að einhver af hluthöfum miðilsins hafi einhvern tíma stundað Afríkuveiðar. Hann skrifar síðan:

„Væru mútugreiðslur Samherja betri ef hægt væri að benda á að einhver sem væri tengdur einhverjum sem kom að umfjöllun um málið hefði sjálfur stundað veiðar? Eða varstu að vonast til að fá í það minnsta einhverja til að trúa því að einhver tengdur Stundinni hefði greitt mútur? Saklaus uns sekt sannast, og allt það?

Ég hef verið á sjó – þó ekki við Afríku – og veit að þótt skipstjórinn hafi alltaf valdið verður hann að ávinna sér virðinguna. Mér dettur ekki annað í hug en að þú hafir raunverulegar áhyggjur af því að fyrirtækið þitt sé beitt ranglæti. Ég held ekki að þú sért handbendi eins eða neins, en þegar maður heyrir viðbrögð stjórnenda veit maður að þau geta haft mikil áhrif á gildismat á vinnustaðnum.

Þegar maður fylgist með boðskap forstjóra Samherja til starfsmanna verður maður satt að segja efins hvort sé verra, að greiða milljarð í mútur eða segja frá því að einhver hafi greitt milljarð í mútur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi