fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Fönkrokk-veisla í Höllinni

Red Hot Chili Peppers á leið til landsins

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. júlí 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er fyrir löngu síðan orðið að sviði fyrir stórhljómsveitir að troða upp á og hvert risanafnið á fætur öðru hefur nýlega heimsótt okkur eða er á leiðinni til Íslands. Eitthvað sem var, fyrir ekki svo mörgum árum síðan, sjaldséður viðburður hér á landi. Næsta mánudag er komið að einni af farsælustu hljómsveitum sögunnar að trylla tónleikaaðdáendur þegar strákarnir í Red Hot Chili Peppers stíga á svið í Nýju Laugardalshöllinni.

Bandaríska rokksveitin Red Hot Chili Peppers var stofnuð í Los Angeles árið 1983. Meðlimir hennar í dag eru Anthony Kiedis söngvari, Flea bassaleikari, Chad Smith trommari og Josh Klinghoffer gítarleikari.

Strákarnir í Red Hot Chili Peppers troða upp í Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið.
Kátt í Höllinni Strákarnir í Red Hot Chili Peppers troða upp í Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið.

Red Hot Chili Peppers eru ein af farsælustu hljómsveitum sögunnar, þeir hafa selt yfir 80 milljón plötur á heimsvísu, en sveitin hefur gefið út 11 stúdíóplötur, þrjár tónleikaplötur og 12 safnplötur, ásamt fleira efni. Red Hot Chili Peppers hefur verið tilnefnd til 16 Grammy-verðlauna (unnið sex þeirra) og þegar Billboard-listinn bandaríski er skoðaður þá hafa þeir átt flest lög í fyrsta sæti (13 talsins), flestar vikur í fyrsta sæti (85) og flest lög á topp tíu listanum (25 lög). Árið 2012 voru þeir innvígðir í frægðarhöll rokksins.

Sveitin átti ekki miklum vinsældum að fagna í upphafi, en fjórða plata þeirra, Mother´s Milk, sem kom út árið 1989, vakti loksins athygli á þeim þegar platan komst í 52. sæti Billboard-listans. Fimmta platan, Blood Sugar Sex Magik, sem kom út í september 1991, varð afar vinsæl og þá sérstaklega lagið Under the Bridge að öðrum lögum ólöstuðum.

Með lógó sveitarinnar flúrað á sig

Einn af aðdáendum Red Hot Chili Peppers hér á landi er Þór Tjörvi Þórsson sem fæddur er 1977 og ætlar hann ekki að láta sig vanta á tónleikana. „Ég byrjaði að hlusta á þá um 1992, þegar ég var 15 ára, þá var maður að hlusta á Blood Sugar Sex Magik og Achtung baby-plötu U2 á sama tíma. Ætli bróðir minn sem er þremur árum eldri hafi ekki átt þær.“

Kona Þórs er ekki jafnheitur aðdáandi að hans sögn, en hlustar samt og sonurinn, sex ára, er farinn að syngja „Give it Away“. Vinir hans eru líka aðdáendur. Þór er einnig með lógó Red Hot Chili Peppers flúrað á úlnliðinn.

Þór Tjörvi Þórsson er einn af mörgum aðdáendum sveitarinnar hér á landi.
Einlægur aðdáandi Þór Tjörvi Þórsson er einn af mörgum aðdáendum sveitarinnar hér á landi.

Þór á allar plötur Red Hot Chili Peppers og hefur farið á þrenna tónleika með þeim áður, tvisvar í Kaupmannahöfn og einu sinni í Coventry, Englandi. „Síðast fór ég á tónleika 2006. Ég fylgist alltaf með þeim og hef alltaf taugar til þeirra. Ég læt mig ekki vanta á tónleikana á mánudaginn og er spenntur fyrir kvöldinu.“

Strákarnir í Red Hot Chili Peppers troða upp í Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið.
Kátt í Höllinni Strákarnir í Red Hot Chili Peppers troða upp í Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=lwlogyj7nFE?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir