fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Örn sá spillinguna með berum augum: Segir íslensk stjórnvöld hafa tekið þátt

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 6. desember 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmum 40 árum starfaði Örn Gunnlaugsson á skipi sem flutti skreiðarfarm til Nígeríu, þá unglingur að aldri. Hann varð þar vitni að spillingu og mútuveitingum, sem þótti á þeim tíma eðlilegur hlutur. Þetta kemur fram í pistli hans í Morgunblaðinu þar sem hann veltir einnig fyrir sér umfjöllun Kveiks um Samherjamálið og bók um málið sem kom út í kjölfarið.

Ekki gæti Kveikur talað um mikla uppljóstrun í Samherjamálinu þar sem allir sem vit hafi í hausnum hafi lengi vitað hvernig viðskipti í Afríku fari fram.

Spilling fyrir 40 árum

Um tíma sinn í Nígeríu segir Örn:

„Það sem áhöfnin varð vitni að þarna var eitthvað sem engin mannleg vera ætti að þurfa að upplifa en virðingin fyrir mannslífi þarna var ekki meiri en kakkalakka. Það var altalað og öllum augljóst að til þess að af þessum viðskiptum hefði getað orðið þá þyrftu að smyrja í hina ýmsu koppa með óvenjulegum aðferðum og í þessari smurþjónustu tóku stjórnvöld á Íslandi þátt.“

Örn bendir á að þessar aðferðir, að greiða fyrir hlutum með mútum, hafi þá þegar verið komið á í Afríku, og virðist það ekkert hafa breyst í gegnum tímans rás. „Þetta viðskiptamódel í Afríku hefur ekkert breyst síðan nema að vera kann að það sé orðið þróaðra.“

Íslenskir embættismenn kunna á viðskiptamódelið

Embættismenn á Íslandi hafi lengið vitað um þetta viðskiptamódel og orðnir mjög leiknir í því. Svo eðlilegt þyki þeim þetta að þeir sjái ekki sóma sinn lengur í að fela slóð sína með fullnægjandi hætti.

„Embættismönnum á Íslandi hefur síður en svo farið aftur í þessari leikni sinni en hins vegar virðist græðgi þeirra í að skara eld að eigin köku ágerast og svo svæsið er þetta orðið að þeir sjá núorðið  ekkert að því að mylja undir sjálfa sig fyrir opnum  augum almennings enda viðspyrnan orðin nánast engin.“

Bent á hið augljósa

Örn segir að þrátt fyrir margar eftirlitsstofnanir á Íslandi virðist enginn starfsmaður í þeim stofnunum vera vakandi. Það hafi þurft starfsmenn RÚV til að benda eftirlitsaðilunum á hið augljósa. Hann beinir svo orðum sínum að Helga Seljan og bók um Samherjamálið.

„Ekki verður annað séð en að Þyrnirós sofi víða vært á kostnað skattgreiðenda. Kveiksfólk ber sér svo á brjóst yfir þessari nýjustu uppfinningu sinni. Þetta sama fólk misnotar svo RÚV til að auglýsa bók sína um sama efni og væntanlega greiða þessir aðilar ekkert fyrir þær auglýsingar, eða gera þeir það?

Hver greiddi svo ferðakostnað þessara aðila til Afríku? Við skulum hafa í huga að í þessum ferðum var verið að viða að sér efni sem ekki var bara notað í þáttum á RÚV heldur einnig í umrædda bók. Hvernig er skattskilum af ferðakostnaði þeim sem ekki var nýttur sem slíkur háttað hjá þesssum aðilum?“

Byrja hér heima

Þegar allt kemur til alls telur Örn að spilling verði áfram í Afríku hvort sem Íslendingar geri eitthvað í því eða ekki.

„Víst er það mannlegt að nýta sér tækifæri sem bjóðast og jafnvel ásælast hluti sem tilheyra öðrum. Eðli slíks er að ásælast sífellt meira enda er græðgi ekkert skárri fíkn en hver önnur. Afríkuviðskiptin eru ógeðsleg en þau gerast hvort sem Íslendingar taka þátt eða ekki.“

Íslendingum, og íslenskum stjórnvöldum væri nær að líta í eigin barm og uppræta lögleidda spillingu  hérlendis sem meðal annars felst, að mati Arnar, í úthlutum fiskveiðikvótans.

„Á Íslandi drýpur smjör af hverju strái en smjörið er bara ætlað fáum útvöldum á meðan almenningur hámar í sig smjörlíki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi