fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
433

Sveindís Jane samdi við Breiðablik

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. desember 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynning Breiðabliks:

Sveindís Jane í Breiðablik!

Sveindís Jane Jónsdóttir, einn allra efnilegasti leikmaður landsins, hefur skrifað undir hjá Breiðabliki og mun leika með liðinu á næsta tímabili á láni frá Keflavík.

Sveindís er aðeins átján ára gömul en átti frábært tímabil í Pepsi Max deildinni með Keflavík í sumar. Hún skoraði sjö mörk, lagði upp fjölmörg til viðbótar og var efst allra leikmanna í M-gjöf Morgunblaðsins, þrátt fyrir að liðið hafi fallið niður um deild, svo eitthvað sé nefnt.

Sveindís er mikill markaskorari og 15 ára gömul skoraði hún til að mynda 27 mörk í 19 leikjum með Keflavík í 1. deild. Hún á að baki 38 leiki með yngri landsliðum Íslands þar sem hún hefur skorað 21 mark.

Blikar eru hæstánægðir að fá Sveindísi í Kópavoginn, enda hér á ferðinni frábær leikmaður sem mörg félög vildu fá til sín. Við hlökkum til að sjá hana í græna búningnum í sumar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tekur upp hanskann fyrir Andre Onana

Tekur upp hanskann fyrir Andre Onana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt á suðupunkti í hálfleik – Hjólaði í Saka eftir hörmungar vítið hans

Allt á suðupunkti í hálfleik – Hjólaði í Saka eftir hörmungar vítið hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ruben Amorim er lang lélegasti stjóri United frá því að Ferguson hætti – Svona er tölfræðin

Ruben Amorim er lang lélegasti stjóri United frá því að Ferguson hætti – Svona er tölfræðin
433Sport
Í gær

United og Liverpool á meðal áhugasamra – Skella á hann háum verðmiða

United og Liverpool á meðal áhugasamra – Skella á hann háum verðmiða
433Sport
Í gær

Heldur spilunum þétt að sér varðandi Rashford

Heldur spilunum þétt að sér varðandi Rashford
433Sport
Í gær

Fullyrða að leki hafi orðið úr herbúðum Real Madrid og að Ancelotti geri þessar breytingar fyrir kvöldið

Fullyrða að leki hafi orðið úr herbúðum Real Madrid og að Ancelotti geri þessar breytingar fyrir kvöldið
433Sport
Í gær

Verður ekki meira með United á tímabilinu

Verður ekki meira með United á tímabilinu