fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Halla á von á þriðja barninu

Fókus
Sunnudaginn 8. desember 2019 09:30

Halla Koppel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Koppel, sem Íslendingar þekkja eflaust betur undir föðurnafninu Vilhjálmsdóttir, á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, Harry Koppel. Halla og Harry eiga von á stúlku í þetta sinn en fyrir eiga þau Louisu, fædda í september 2015, og Harry Þór, fæddan í júní árið 2017.

Fjölskyldan er búsett á Englandi en Halla og Harry gengu í það heilaga árið 2014. Harry er kólumbískur en alinn að miklu leyti upp í Bretlandi og er því bæði ensku- og spænskumælandi. Börnin eru því fullfær í ýmsum tungumálum en Halla passar að tala ávallt íslensku við þau. Halla nýtur sín í móðurhlutverkinu eins og skein í gegn í viðtali við Vísi árið 2017. Í því viðtali sagðist hún taka uppeldishlutverkið alvarlega.

„Ég vil bara að þau séu sterk, góð og fyndin. Þau eru bæði mjög viljasterk og kraftmikil svo það er mikilvægt að stýra því í rétta átt, en ég vil kenna þeim að vera sjálfsöruggir og skemmtilegir einstaklingar sem láta gott af sér leiða. Það skiptir mig máli að vera sterk kvenfyrirmynd og sýna þeim að mamma og pabbi séu að mörgu leyti sama hlutverkið, við fylgjum bæði okkar draumum, erum bæði fyrirvinna og önnumst börnin eins jafnt og færi gefst á,“ sagði Halla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enginn á roð í Mbappe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð ný mynd af eina Kardashian bróðurnum

Sjaldséð ný mynd af eina Kardashian bróðurnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“