María Gomez, konan á bak við matarsíðuna Paz, birtir í dag glænýja uppskrift sem hefur gert okkur á matarvefnum óvenju gráðug. Um er að ræða piparköku Churros með Kinder-súkkulaðisósu – girnilegra verður það varla. Við gefum Maríu orðið en minnum á Instagram-síðuna hennar fyrir þá sem vilja fylgjast með matgæðingnum:
„Guð hjálpi mér hvað þessir Churros voru góðir og sósan, ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja á henni sko. Þykk, silkimjúk sósa með karamellukeim án þess að sé nokkur karamella í henni? Það tók alveg 5 tilraunir að þróa þessa uppskrift skal ég segja ykkur, og það var ekki auðvelt að ná fram deigi sem annað hvort bráðnaði ekki þegar átti að steikja það, eða var svo stíft að ekki var hægt að sprauta því. Loks tókst það og gerði ég þá churroið tvisvar til að fullvissa mig um að þetta væri skotheld uppskrift sem allir ættu að geta gert.
Það þarf alls ekki að vera hræddur við þessa uppskrift því eins og í þessari churro uppskrift hér, þarf maður ekkert nema pönnu sem maður setur vel af olíu á og töng til verksins. Þessir Churros eru með svona dökkan lit vegna alls kryddsins sem fer í deigið. Mig langar að biðja ykkur um að smakka ekki deigið hrátt, því það er alls ekki gott, enda á eftir að setja allt sætt með sem er gert eftir á.
Þegar Churroið er fullsteikt er því velt upp úr kryddsykri og svo borðað með því að dífa því í silkimjúka kindersúkkulaðið, sem ég get ekki með orðum lýst hversu gott það er. Ef þið eruð ekki að kaupa þetta þá bara verðið þið að prófa til að láta sannfærast. Passið ykkur að steikja churroið vel í gegn og ekki panika þó það sé smá dökkt því það er alls ekki að brenna. Ef þið viljið sleppa því að velta þeim upp úr sykri er það alveg í lagi en það er bara svo mikið betra þannig. Þið megið alla vega alls ekki sleppa súkkulaðisósunni því annars vantar alla sætu.“
1 bolli vatn
1 bolli nýmjólk
1 bolli hveiti
smá salt
2 tsk. negull
2 tsk. kanill
2 tsk. engiferduft
1 líter + olía til steikingar
1/2 bolli strásykur
1/2 tsk. kanill
1/2 tsk. negull
1/2 tsk. engiferduft
2×126 gr pakkningar af Kinder Maxi súkkulaði s.s 252 gr
1/2 dl rjómi
1/2 dl nýmjólk
AÐFERÐ
Setjið vatn, mjólk og salt saman í pott. Setjið svo hveiti og kryddin saman í skál og hærið með skeið saman. Látið mjólkuvatnið byrja að sjóða og slökkvið þá undir. Setjið hveitikryddblönduna strax ofan í pottinn og hærið stöðugt í með sleif. Gott er svo að setja deigið annað hvort í hrærivélarskál eða skál til að hræra að lokum með handþeytara eða hrærivélinni í örlitla stund. Deigið á að vera svona glansandi og vel blandað saman.
Setjið strax í sprautupoka með frekar stótum stjörnustút og byrjið að sprauta á smjörpappa, gerið þetta strax því deigið þykknar fljótt og þá er erfiðara að sprauta því. Hægt er að gera stafi eða hjörtu eða bara beinar lengjur. Klippið pappann í kringum hvern churro og hitið olíu á pönnu alveg 1 líter að minnsta kosti. Setjið svo eins og 3-4 lengjur saman út á pönnuna á smjörpappanum og dragið pappann undan með töng. Látið churroið alveg vera þar til það flýtur upp og þá er í lagi að byrja aðeins að snúa því af og til en best að láta sem mest vera. Steikið þar til orðið smá dökkt og setjið svo beint á eldhúspappírslagðan disk
Blandið svo saman á matardisk sykri og kryddunum og veltið churroinu upp úr sykur kryddblöndunni. Ef þettta vefst eitthvað fyrir ykkur þá getið þið séð í highlights á story hjá mér inn á Instagram hvernig ég steiki churros, hægt er að fara inn á Instagrammið mitt hér.
Setjið rjóma og mjólk í pott og hitið upp að suðu. Þegar það er byrjað að sjóða slökkvið þá undir og brjótið allt Kinder súkkulaðið út í pottinn. Hrærið og hrærið þar til allt er bráðnað saman og hellið þá í bolla. Berið fram með Churroinu en best er að dífa churro ofan í súkkulaðið.
PUNKTAR
Best er að byrja á að gera súkkulaðisósuna og svo steikja churro því best er að borða churroið um leið og það er steikt, ekki láta það liggja lengi því þá mýkjist það upp og er ekki stökkt eins og það á að vera. Ekki örvænta þó churroið blæði smá á pönnunni en það geta komið svona göt á það þegar sett er í olíuna sem lekur deig út úr, það er allt í góðu með það.